Reyndu að horfa aðeins á þetta frá fleiri hliðum. Greyið læknirinn þarf að díla við fávita allan daginn, alla daga, undir alltof miklu álagi og alltof lágum launum, í heilbrigðiskerfi sem byggir á endalausum niðurskurðum og yfirmennirnir eru langoftast algjörir asnar. Endalaust af fáfróðum mæðrum sem eru búnar að horfa á of mikið af bandarísku sjónvarpsefni og ætla að fara í mál við lækninn ef hann saumar krakkann ekki saman nákvæmlega eins og er gert í sjónvarpinu, eða ef hann hlustar ekki á hana þegar hún segir að krakkinn sé ofvirkur og þurfi lyf eða whatnot.
Það er kannski engin afsökun, en það hjálpar stundum að horfa á hlutina frá fleiri hliðum og gera sér grein fyrir því að fólk er mannlegt, hvort sem það gegnir titlinum læknir eða ræstitæknir.
Skríddu útúr rassgatinu á þér, opnaðu augun og gerðu þér grein fyrir því að börn eru og verða alltaf veik af hinu og þessu, það er hluti af því að vera krakki. Þau jafna sig svotil alltaf, og við erum heppin að búa við þó svona ágæta heilbrigðisþjónustu.
Kærar kveðjur,
W