Það er spurt um rithætti fólks, hvernig það skrifar niður tólf þúsund þrjú hundruð fjörutíu og fimm annars vegar og þrír komma fjórtán hins vegar.
Til eru reglur um það held ég, eða þá mjög sterk málvenja.
12.345 og 3,14.
Sem er einmitt öfugt við venjuna í Bandaríkjunum þar sem þeir tala um þrír punktur fjórtán en ekki þrír komma fjórtán eins og sagt er hér.
Þar sem við getum ekki notað sama merkið til að aðgreina tugabrot og aðskilja þúsundaaukningar þá verðum við að nota punkt fyrir það síðarnefnda.