Ekki það að ég sé nú ekki sammála þér, þá langar mig samt að slá upp spurningunni; hvað er auglýsing? Er sú gjörð að tala illa um hlut auglýsing? Ef ég segði, “Mr. Prop er hræðilegt þvottaefni” væri ég þá að auglýsa Mr. Prop? Einhverjir segja að slæm umfjöllun sé betri en engin umfjöllun og hugsanlega er það satt í mörgum tilvikum. Þó grunar mig að fólk eigi þá frekar við um menningarlega umfjöllun, til að mynda þegar talað er um bíómyndir eða tónlistarfólk. Húsmæður sem slúðra í saumaklúbbum og tala um Mr. Prop eru þó öllu ólíklegri til þess að kaupa Mr. Prop eftir áðurnefnt samtal.
En ef við förum aðeins nær okkar spurningu, þá talaði ég aldrei illa um tiltekna vefsíðu. Í rauninni talaði ég mun frekar vel um hana heldur en illa. Þannig gætum við verið komnir með auglýsingu. En hins vegar ef við tölum um linka, eða krækjur, eða tengla, eða whatever. Tæknilega séð póstaði ég aldrei link.
Google.com er linkur, á meðan Google.com er ekki linkur. Það gæti dregið línunna á milli góðs og ills, þó svo að vitum báðir að 3ja ára api gæti copy pastað það sem ég skrifaði í address barinn sinn og því kannski dregur þetta alls enga línu?
Líklega enda ég á þeirri niðurstöðu að ég sé fullkomlega sammála þér, og þótt ég skammist mín reyndar alls ekkert fyrir það, þá hefði ég náttúrulega aldrei átt að
auglýsa þessa vefsíðu. Ég var bara ekkert að pæla í því. Ég hefði kannski átt að skrifa frekar
ónafngreind skítug klámsíða, en þó finnst mér það frekar asnalegt, það hefði hugsanlega dregið upp þá spurningu; hvaða klámsíða? Og þaðan hefðum við lent aftur á byrjunarreit.
Í raun veit ég ekki hvernig ég hefði getað komið svari mínu í gegn án þess að vera hreinskilinn. Er það þá bannað að vera hreinskilinn, eða er bannað að vera ég?