Það er sjálfsagt að reyna að finna út hvaða vísbendingar þessi draumur er að gefa þér. Drukknun í draumum er vísbending um að það sé eitthvað að gefa sig í þínu daglega lífi. Drukknuninn gefur til kynna að það sé eitthvað að draga þig niður og þú þurfir að athuga hvað í þínum félagslegu aðstæðum þér finnst vanta upp á gott siðferði og velsæmi. Því þínum mönnum finnst það greinilega. Það að kafna úr skort á lofti er líka nátengt ást og umhyggju. Að þú sért ekki að elska aðra eins og þú ættir að vera að gera í þínum félagslegu aðstæðum. Þannig ertu að “kafna” úr ástarleysi…
Mynt ástar og kærleika virkar nefnilega ekki eins og önnur veraldleg mynt hér á jörð.
Því að þú getur ekki ætlast til að þiggja ef þú gefur ekki neitt af þér í staðinn. Já, eins og þú þiggur munt þú fá í staðinn margfalt.
Ástin er í raun mikilvægari en loftið sem við öndum að okkur. Því ástin er í raun það andrúmsloft sem himnaríki Guðs er gert úr. Því án hennar er líf okkar hér á jörð jafn tilgangslaust og grámygluleg tuska. Köfnunin er að segja þér að það mun ekkert lagast nema þú gerir það. Það er það sem draumurinn er að segja þér.
Að finnast maður vera að kafna er mjög sterk undirrót fyrir algjöra vöntun á ást í þitt líf. Þú þarft að vinna úr þínum málum. Annars fer illa.
Draumarnir segja þér svo margt. Þeir eru þínir innri dómarar. Að kafna, vakna upp með andköfum. Að deyja. getur verið vísbending um að þú sért ekki að lifa eftir þínum tilgang hér á jörð. Að þú gætir þess vegna dáið og hafið nýtt líf annarsstaðar eftir öðrum tilgang. Því það er ástin sem er tilgangur alls hér á jörð. Ef þú sýnir hana munu þínir dómarar, þínir menn, væntanlega veita þér fyrirgefningu og þú getur andað rólegra.
Ættir annars að beina þér að /dulspeki fyrir fleiri draumaráðningar. Þá verðuru líka að reyna að vera nákvæmnari því ég get ekki túlkað nákvæmt eftir einu orði. Það væri gott að vita meira um umhverfi draumsins. Hvort það var sjór eða vatn, skítugt vatn eða hreint osfrv. Það gefur mun nákvæmnari túlkun og fyrirboða.