Ég er nefnilega á því að Íslenskt hagkerfi [...] gæti aldrei náð sér af þessum mánuðum sem það tæki peningamarkaðinn að ná að jafna út viðskiptahallan.
Hvaða kjaftæði er þetta. BNA náðu sér eftir Kreppuna miklu. Við munum ná okkur eftir þessa kreppu.
Markaðurinn jafnar sig alltaf, þegar hann fær að vera í friði og ná jafnvægi.
Atvinnuleysi mun ekki aukast, atvinnan mun einfaldlega færast til, úr innflutningi í útflutning.
Það sem ég átti við með íslensku framleiðsluna var það að íslensku útflutningsgreinarnar geta ekki lifað við of langt gengi krónunnar, þar sem þær eru svo háðar erlendu hráefni.
Bull. Þú ert að tala um útflutningsgreinar svo krónan er málinu óviðkomandi. Þeir kaupa hráefni í gjaldeyri og selja vöruna í gjaldeyri. Svo lengi sem þetta er heilbrigt fyrirtæki þá mun það ávallt selja vöruna fyrir meiri gjaldeyri heldur en hráefnin kostuðu… rétt eins og öll önnur fyrirtæki.
Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að útflutningsfyrirtæki fá greitt í gjaldeyri, og þar sem krónan væri svona lág þá myndi það þýða ennþá meiri innkomu fyrir þá, þó að hráefnið væri dýrt.
Það eru hins vegar innflutningur sem myndi leggjast út af, sem er ekkert nema heilbrigt ef við berum okkur saman við síðastliðin ár þar sem neyslumenningin var að gera út af við okkur og við RAUNVERULEGA kláruðum gjaldmiðilinn, eins og þú varst að tala um.