Vinkona mín er of pirrandi!
Til dæmis, við vinkonurnar ætluðum að hittast í kvöld að gera bara eitthvað og ein vinkona min sagðist ætla að koma ef hún mætti (hún má ekki fara neitt án þess að fá leyfi frá mömmu sinni, þarf að vera komin heim fyrir kl. 10 og þannig og hún hefur alls ekkert á móti því).
Svo að við fórum að tala um þetta eitthvað og bara fínt. En svo bara 1 mín. seinna eða eitthvað þá nennti hún ekki í kvöld, við reyndum að fá hana til að segja ástæðuna, en hún sagði að það væri meðal annars leti.
Alltaf þegar við erum að gera eitthvað, vill hún það fyrst en hættir svo alltaf við strax á eftir.
Hún líka hermir alltaf eftir mér, ég þoli það ekki, ég var einu sinni bara að leika mér að skrifa svona sögu bara for fun, og ég rétt sagði henni frá því og næsta dag var hún bara komin með sögu líka! Sem er ekki einu sinni svo góð! Hún kann ekki að skrifa skemmtilegar sögur, það er allt eins hjá henni(sagan er núna komin upp í meira en 60 laaangdregna kafla). Svo um leið og ég fer að hlusta á eitthvað, horfa á eitthvað og hún heyrir að ég hafi horft/hlustað á þetta þá fer hún og verður nr 1 fan.
Æj hún er bara svo pirrandi, svona lítil og nördaleg, getur verið allveg æðislega skemmtileg, en það er bara þegar hún er ekki að tala um söguna sína, ekki að gera eins og ég alltaf, ekki allt of frek (hún vill hafa allt eins og hún vill hafa það, í öllu! + hún er einkabarn). Hún talar líka mjööög mikið um það að mamma hennar sé ólétt(við þurfum ekki að vita að mamma hennar sé að fara í sónar klukkan 11:20 þann 10. júní 2009 á eitthverjum stað). Hún talar stanslaust við mig á msn og í persónu um hluti sem ég hef engann áhuga á!
Æj þetta er bara tilgangslaust röfl í mér.
Mig langar stundum til að henda henni í burt því að ég nenni ekki að tala við hana en ég vil ekki vera vond :/
Bætt við 27. maí 2009 - 21:54
ok ég get vel verið geðveikt mikil tík eða whatever.
Þarf að leiðrétta eitt, þetta er hálfsystkini hennar sem mamma hennar er ólétt af. Hún á önnur hálfsystkini, og stjúpsystur fyrir.
En það er ekki bara ég sem er pirruð á endalausu blaðri hennar.
Hún æfir körfubolta og hún heldur að allar stelpurnar í liðinu elski hana en hún hættir ekki að tala um eitthvað bull sem öllum er sama um, svo að þær þola hana ekki.
Stjúpsystir hennar, sem á heima þar sem hún á heima aðra hverja helgi er orðin pirruð á blabla-i hennar um söguna sína.
Hún talar ALLTAF aftur og AFTUR um sömu hlutina. Það er bara pirrandi.
Hún útskýrir ALLT í smáatriðum. Og já hún er alltaf að tala um frændur sína sem ég bara þoli ekki (sko frændurna, þeir eru leiðinlegir mig aðrar vinkonur hennar, s.s. vinkonur mínar líka).
Fer í fýlu útaf öllu(hún varð fúl afþví að hún fékk ekki tússlitinn sinn 100% strax og hún bað um hann, hún er 15, ekki 5), skipar okkur fyrir, við meigum ekki gera neitt nálægt henni eða við hana, við meigum aldrei gera neitt heima hjá henni og við meigum ekki gera NEITT þar, en hun lætur eins og hún búi heima hjá okkur vinkonunum, hún bauð ekki vinkonu sinni í afmælið sitt afþví að mamma hennar þekkti hana ekki og það særði vinkonu hennar.. ég gæti haldið en oh my gaaawd þetta er orðið langt.