http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/26/motmaela_hvalveidum_i_london/
Nú er ég svo fáfróður um þetta mál… Hvað er með þessi mótmæli? Eru hvalir í útrýmingarhættu eða ákvað bara einhver að þeir væru merkilegri en aðrar skepnur?
síðan var algjör óþarfi af fábjánunum að stilla sér upp með ísbirninum eins og stoltir veiðimenn, þar sem að dýrið er í útrýmingarhættu.satt.
Hvernig myndiru annars fara nálægt þeim?
Þegar það er verið að veiða þessa hvali þá er það mjög oft mikil hvöl fyrir þessar skepnur áður en þær deyja, og þeim líður örugglega mjög illa.
1. Hvölum fer fækkandi og hrefnu- og langreyðs stofnarnir eru veikir eins og flestir aðrir. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hvalstofn. Það er staðreynd.
2. Hvalirnir eru skotnir með skutul til að byrja með, og deyja sjaldan samstundist. Þar næst eru riflar notaðir við að reyna að murka lífið úr þeim. Oft er þeim einfaldlega látið blæða út, dregnir eftir bátunum.
Þetta getur tekið allt upp í klukkustund.
3. Deilt er um hvort hvalir séu eitthvað “merkilegri dýr” en önnur. Að mínu mati eru önnur dýr ekki síður merkilegri en hvalirnir. Einnig finnst mér þessi verksmiðju framleiðsla á dýrum ekki síður viðbjóðsleg.
4. Það er sama og enginn markaður/eftirspurn fyrir kjötið, sú litla er frá Japan.
5. Hvalir eru flökkudýr og tilheyra engri þjóð. Þeir geta verið við strandir Brazilíu um haust og svo við Ísland um vorið eftir.
6. Hvalir syntu um heimshöfin í um 50 milljón ár, löngu áður en mannskeppnan ákvað að hertaka plánetuna. Nú líða þeir fyrir heimsku manna með því að synda í menguðum sjósvæðum. Hrefnukjöt(já, þetta sem ákveðnir Íslendingar eru spenntir fyrir að græða á), er PCP mengað.
Það þýðir með öðrum orðum að það er geislavirkt. Pakkningar þeirra norðurlanda sem bjóða upp á hrefnukjöt í verslunum, eru viðeigandi merktar vegna geislavirkninnar, þ.á.m. er óléttum konum ráðlagt að sniðganga það.
Ef við ráðum ekki við að drepa lífveru á “mannúðlegann máta”, þá sleppum við því.
Nei ok, fyrra svar mitt var ekki nógu gott. Leifðu mér að rífa þetta ótrúlega heimska svar þitt í mig skref fyrir skref.
Ekki ein vitiborin athugasemd hjá þér.
Ég legg til með að þú lesir þér örlítið til áður en þú ferð að gubba út úr þér heimskunni.
Hahaha. Það var ekki eitt einasta svar byggt á staðreyndum hjá þér nema kannski þetta síðasta. Ég væri til í að vita hvar þú heyrðir það - eins og ég sagði.
Gengur ekki að gera ráð fyrir því að sá sem þú talar við sé 16 ára grunnskólanemi, að dreifa google-vísindum.
Náttúran er grimm. Dýr veiða hvort annað. Við erum dýr. Fólk virðist stundum gleyma því.
Tók eftir því að fyrir ofan skrifaði PCP, en ekki PCB(polychlorinated biphenyl).
http://www.hsus.org/hsi/oceans/whales/facts_about_whales_and_whaling/human_health_concerns_of_whale_meat.html
Þú ert einfaldlega að gefa okkur afsökun til að framkvæma hlutina sem gerum í dag einfaldlega vegna þess að við erum bara dýr.
Mér finnst við vera að setja okkur á of háan stall ef við ætlum að banna hvalveiðar vegna þess að dýrið á eftir að finna til (duhh?). Jafnvel þó þetta sé ekki þróaðasta leið okkar til að veiða er þetta eina leiðin sem við höfum fundið til að veiða hvali. Líka mun skárra fyrir hrefnurnar heldur en að lenda í háhyrningum.