Nei, ég er ekki að tala um netið, ekkert af þessu tengjist trúarleysingjum sem ég tala um á netinu.
Til dæmis þegar að prestar fara í reglulegar heimsóknir í leik og grunnskóla til að boða kristna trú.
Ég man eftir að Prestar voru boðnir til að koma í Grunnskóla fyrir Kristinfræði.
Eins og þeir segja á enskunni “You can't proof a negative.” Með öðrum orðum það er ekki hægt að sanna að nokkuð sé ekki til, hvorki Guð, tannálfinn eða jólasveinar.
Þú ert aðeins að misskilja mig.
Það þýðir ekkert að alhæfa svona. Ég þekki nú slatta af trúleysingjum og get sagt með fullri vissu að þeir þekkja biblíuna að meðaltali töluvert betra en meðal samfélagsþegn. Aldrei hef ég sjálfur lesið biblíuna eins mikið og eftir að ég kom útúr trúleysisskápnum. Þessi staðhæfing þín bara stenst ekki neina rýni.
Ég hef talað við talsvert marga trúleysinga í gegnum netið og í persónu og engin af þeim hefur lesið Biblíuna, sumir sögðust hafa lesið hana en með nokkrum spurningum komst ég að því að þeir gerðu það ekki eða lásu hana alls ekki með athygli.
Vá hvað fordómoarnir leka af þessari athugasemd þinni.
Alltaf þegar ég segist vera Kristinn þarf ég alltaf að hlusta á eitthverja fordóma, veit það er barnalegt af mér að gera slíkt hið sama en ég er bara orðinn frekar pirraður á þessum fordómum. Allt í lagi að spurja mig ,,af hverju“ á kurteisis hátt en ekki alveg: Geauree maddur erdu ekkky með vyt í höfðiun, vyssiru ekkky að gvöð drapp fult av fólky?!?! hymmnaríki og jasús er ekkky tyl!!!
Samt tala ég voða lítið um trú mína á huga.is, sá bara þennan þráð sem var á móti trúarleysingum og ákvaði að skrifa það sem mér finnst um flesta trúleysinga (var líka soldið pirraður eins og þú sérð.) Samt þekki ég alveg nokkra trúleysinga sem er ekkert að þrýsta þessu á mig en meirihlutin sem ég hef tekið eftir láta eins og það sé ”cool“ að reyna ”feisa" Kristið fólk.