Haha, öllu gríni fylgir nefnilega ekki alvara.
Annars er það afsönnuð myth að fólk verði “uhhh…ha?” af grasneyslu einsog stendur í linknum sem ég sendi í gær.
"BÁBILJA:
KANNABIS DREPUR HEILAFRUMUR. Við langtíma neyslu verða varanlegar breytingar á samsetningu og starfsemi heilans sem valda persónuleikabreytingum, minnistapi, kæruleysi og skertri starfsgetu.
STAÐREYND:
Ekkert þeirra læknisfræðilegu prófa sem notaðar eru nú á dögum til að greina heilaskemmdir í mönnum hefur leitt í ljós skaðsemi af völdum kannabisneyslu1, jafnvel ekki eftir langtíma neyslu í stórum skömmtum.2 Ein rannsókn sem gerð var á áttunda áratugnum af dr. Robert Heath benti til heilaskemmda í rhesusöpum sem voru látnir anda að sér maríúanareyk á hverjum degi í sex mánuði.3 Aðferðafræði rannsóknarinnar var þó ekki birt og fékkst ekki birt þrátt fyrir að ítrekað var farið fram á það við rannsóknaraðila og alríkisstjórnina sem fjármagnaði rannsóknina. Eftir sex ára málaferli við stjórnvöld fengu rannsóknarblaðamenn loksins aðgang að frumgögnum rannsóknarinnar, þar á meðal greinargerð um hvaða aðferðafræði var beitt. Nánari athugun leiddi þá í ljós að rekja mátti viðkomandi heilaskemmdir til koltvísýringseitrunar. Aparnir í rannsókninni voru ólaðir niður og í þá dælt reyk sem samsvarar 63 maríúanavindlingum á fimm mínútum í gegnum lokaðar grímur sem spenntar voru á höfuð þeirra. Sumir apanna köfnuðu bókstaflega af súrefnisskorti!4 Dr. Heath ,,láðist“ að skýra frá koltvísýringseitruninni þegar hann birti niðurstöður sínar og annmarkar rannsóknarinnar hindruðu Ronald Reagan, þáverandi fylkisstjóra í Kaliforníu, ekki í að kalla hana ,,ábyggilegustu vísindarannsókn sem sögur fara af sem sýni fram á óhjákvæmilegan heilaskaða af völdum maríúananeyslu.”5 Í annarri nýrri og betur framkvæmdri tilraun fundu vísindamenn engin merki um heilaskemmdir í öpum sem önduðu að sér reyk sem samsvarar fjórum til fimm kannabisvindlingum á dag, á hverjum degi, í eitt ár.6 Fullyrðingin um að kannabis drepi heilafrumur er byggð á aldarfjórðungs gömlum hræðsluáróðri sem aldrei hefur verið studdur vísindalegum rökum. Þrátt fyrir það má lesa um í fréttabréfum frá National Institute of Drug Abuse (NIDA) og í skýrslum Bandaríkjastjórnar að ,,maríúana drepi heilafrumur.“7
”Nánari athugun leiddi í ljós að rekja mátti viðkomandi heilaskemmdir til koltvísýringseitrunar.“
Heimildir
1National Institute of Mental Health, Marijuana and Health, Second Annual Report to Congress from the Secretary of Health, Education and Welfare (1972). Sjá einnig tilvísun nr. 8 hjá Zimmer, L. og J.P. Morgan. Marijuana Myths, Marijuana Facts, a review of the scientific evidence á bls. 186 þar sem tilgreindar eru fjórar aðrar heimildir þessu að lútandi, áður getið.
2Kuehnle, J. et al., ”Computed Tomographic Examination of Heavy Marihuana Smokers,“ Journal of the American Medical Association 237: 1231-21 (1977); Hannerz, J. and Hindmarsh, T., ”Neurological and Neuroradiological Exmination of Chronic Cannabis Smokers,“ Annals of Neurology 13: 1231-10 (1983).
3Heath, R.G., ”Marijuana: effects on Deep and surface Electoencephalograms of Rhesus Monkeys,“ Neuropharmacology 12: 1-14 (1973).
4Herer, J., The Emperor Wears No Clothes bls. 79-80. HEMP/Queen of Clubs Publishing (1993).
5Herer, J., The Emperor Wears No Clothes bls. 79, áður getið.
6Ali, S.F. et al., ”Chronic Marijuana Smoke Exposure in the Rhesus Monkey IV: Neurochemical Effects and Comparison to Acute and Chronic Exposure to Delta-9-Tetrahydrocannabinol (THC) in Rats," Pharmacology Biochemistry and Behavior 40: 677-82 (1991). Sjá einnig tilvísanir nr. 23 og 24 hjá Zimmer, L. og J.P. Morgan. Marijuana Myths, Marijuana Facts, a review of the scientific evidence á bls. 188 þar sem tilgreindar eru tvær aðrar rannsóknir þessu að lútandi, áður getið.
7U.S. Department of Justice, Drug Enforcement Administration, Drug Legalization: Myths and Misconceptions, Washington, DC (1994). Sjá einnig tilvísanir nr. 25 og 26 hjá Zimmer, L. og J.P. Morgan. Marijuana Myths, Marijuana Facts, a review of the scientific evidence á bls. 188 þar sem tilgreindar eru sex aðrar heimildir þessu að lútandi, áður getið."