Mikil hjálp í þér heyri ég. Ef þú veist ekkert hvað þú ert að segja um málið ekkert vera að segja svona þá.
Elsku vina ef þér líður illa farðu til sálfræðings/geðlæknis og ef þetta varir lengi.
Það er mikill mundur á geðhvarfasýki I og geðhvarfasýki II.
Geðhvarfasýki II eða 2 er miklu mildari en sá fyrrnefndi.
Helstu einkenni geðhvarfasýki II (Bipolar II) eru s.s hypomania (ekki alveg það sama og mania) og depression. Í hypomaniu gætiru fundið til pirrings, kvíða,tilhlökkun og spenningur (án ástæðu), minni þörf fyrir svefn, eirðaleysi og betra sjálfstraust. Þessi uppsveifla varir yfirleitt í um nokkra daga.
Í niðurtúrnum þá finna einstaklingar fyrir depurð, vonleysi, fá óstjórnleg grátköst án tilefnis, auðveldir hlutir eins og að kaupa í matinn verða erfiðir. Að fara á fætur og í skólann er oft alveg ógjörlegt.
Sjúklingar með B.P II geta verið mjög auðsæranlegir og tortryggnir í garð annarra og finnst oft erfitt að treysta fólki. Það er há sjálfsmorðstíðni hjá þessum einstaklingum líka.
Gangi þér sem allra best með þetta!