Afhverju að leggja svona mikið á sig að ‘afsanna’ kristni þegar fólk er bara mjög ánægt með sig og sinn guð? hvarflar það aldrei að þér að það eru ekki allir kristnir einstaklingar sem trúa þessu algerlega niður í bókstaf?
Ég held ég hafi nokkurn veginn svarað fyrstu setningu þinni hér ofar í þræðinum. Svar mitt var á þessa leið:
Sakirnar gegn trúarbrögðum eru margar …; kúgun, ýta undir fáfræði, fjöldaframleiddu barnaníðinga með kynskiptum prestaskólum, 9/11, rannsóknarrétturinn, krossferðirnar, hræðsluáróður notaður til að stjórna, et cetera…
…það að lífinu eigi að fórna fyrir eftirlífið (sem er líklegast ekki til) og svo væri hægt að nefna absolute siðfræðina sem má ekki efast um - því þeir sem efast fara til helvítis eða eru grýttir (kúgunin aftur). Kynferðisbælingin sem hefur verið boðuð hefur líka skapað af sér ansi marga brenglaða bastarða.
Trúarbrögð bjóða líka upp á einfaldar og FALSKAR lausnir við t.d. því að við munum einhvern tíma deyja. … hræðslunni við helvíti inn í staðinn fyrir hræðslunni við dauðann, bara til að stjórna fólki.
Svo er þetta bara algjört rugl.Við seinni setningu þinni hef ég þetta að segja: Jú, vissulega veit ég að “það eru ekki allir kristnir einstaklingar sem trúa þessu algerlega niður í bókstaf”.
Ég geri mér nefnilega grein fyrir því að fæstir þeirra hafa lesið Biblíuna - og það þykir mér fáránlegt og vitnisburður um hve grunnt trú þeirra ristir.
eins og ég sé þetta er trú hjálpartæki fyrir fólk, eitthvað til að reiða sig á, sækja styrk í og veita öryggiskennd, sumir ganga með þetta lengra en aðrir en hvaða ANDSKOTANS máli skiptir það þig?
Absolute siðfræði er ekki hjálpartæki heldur býður það einungis upp á hömlur og stöðnun - enga framþróun. Trú býður upp á auðveldar lausnir við mörgu og margar þeirra eru falskar og byggjast á lygum og rugli.
Það er svo margt sem gæti komið í staðinn fyrir þessa fáfræði og heimskulegu lausnir - yndisleg heimspeki, framþróun og þekking!
Og svo snertir þetta mál mig enn frekar því enn vottar fyrir því að kirkjunnar menn kúga þá sem ekki trúa vitleysunni þeirra.
annars giska ég á að þú sért lélegt tröll því þessi rök að ofan standast engan veginn til að afsanna kristni, auðvitað er guð með rófubein ef hann skapaði mannkynið í sinni mynd?
Þessi rök voru kannski í sjálfu sér ekki ætluð til að afsanna kristni heldur til að vekja þá til hugsunar sem eru nógu vísindalega sinnaðir til að vera sammála þróunarkenningunni en halda enn í barnatrú sína. Vildi ekki hafa þráðin skotheldan og andlausan - heldur skrifaðan með smá áskorunaranda (sem mér sýnist hafa virkað ágætlega).