Einu prófin sem eru algjörlega áreiðanleg eru tekin hjá sálfræðingi. Ég efast um að þú finnir á netinu greindarvísitölupróf á íslensku fyrir þinn aldurshóp, eða marktæka formúlu til að umreikna niðurstöður úr greindarvísitöluprófi fyrir fullorðna yfir á þinn aldurshóp. Þar sem reiknað er eftir normalkúrfu á að vera eðlilegast að fá á bilinu 85-115 á hvaða greindarvísitöluprófi sem er, hafi ég skilið rétt tölfræðina mína.
Sjálfur fékk ég 128 á persona.is prófinu og 6 villur á mensa prófinu sem var hérna um daginn. Fjölgreindarpróf Gardners sagði að ég væri með næstum fullt hús stiga í rýmisgreind og sjálfsþekkingargreind, og skoraði almennt frekar hátt þar.
Annars er ég skeptískur á hversu vel greindarpróf séu til þess fallin að meta hæfileika einstaklinga.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.