Þannig að mjög ólíklega er þetta orkutap (og hugsanlegt þyngdartap) við dauða sálin að ferðast útúr líkamanum ?
Ég set þetta upp sem pælingu, þú mátt svara henni, en mér finnst ágætt að svara pælingum með pælingum.
Annað sem mér þykir athugarvert, blablabal “þegar þær eru ekki knúnar áfram hverfur rafmagnið” .. hverfur rafmagn? Erum við þá að tala um orka (sem getur ekki horfið) hverfur?
En með þessar víddir já. Þær eru áhugaverðar pælingar! Það var einhver kauði, Ed Witten, sem setti fram þessa M-theory, árið 1995, sem átti að hafa sameinað flestar ef ekki allar strengjafræðikenningar þess tíma. Eðlisfræðingar sátu jafnvel bafflaðir eftir fyrirlestur hans, sem átti sér stað á einhverri svakalegri ráðstefnu. Þessi kauði er núna, að ég best veit, að hanna einhverja nýja stærðfræði (Math V2.0 jafnvel) í þeim tilgangi að geta “sannað” þessar kenningar hans. Sú gamla getur víst ekki reiknað í nógu mörgum víddum hehe. Sá einhverja heimildarmynd um þetta, en hún var svona pointed at the noob, þannig það voru engar svakalegar formúlur eða þannig gefnar upp. En skemmtilegar pælingar engu að síður! Gaman að sjá hvað verður um þetta í framtíðinni, enda við akkúrat kynslóðin sem mun komast að því :D
Ætla að enda þetta á setningunni; Spurningar eru skemmtilegar, því að eflaust fylgir svar, fyrr eða síðar.