Já.
Ef þú borðar mikið af mat með valmúafræjum og verður prófaður þá fellurðu.
Valmúafræ sem eru borðuð eru nefnilega úr Papaver somniferum, sem er plantan sem ópíum (já og morfín og heróín) er gert úr. Þú færð semsagt ópíum „readout”.
Minnir að allar frumur þessarar plöntu eru með mismikið ópíum í sér. Maður getur ekki orðið fyrir áhrifum bara með að borða eitthvað með fræjunum, maður þyrfti eflaust að reykja slatta af þessu til að það hefði eitthvað að segja - persónulega efast ég um að það heldur yrði nóg.
Borðarðu mat með valmúafræjum? Ef svo er þá er ekki skrítið að þú hafir fallið.
Annars ætti fólk ekki að hafa áhyggjur af valmúafræjaáti, þetta eru meinlaus fræ, sem eru einnig holl og bragðgóð. =) Vill bara svo til að fræ úr somniferum eru bestu valmúafræjin til átu!
Bætt við 20. maí 2009 - 17:31
já kannabis eða hass segirðu… efast þá um að þú hafir verið að borða valmúafræ, sakar ekki að spyrja samt =)