Umönnun og aðhlynning aldraðra?
Skítakaup og vaktavinna í þokkabót. Þarft að skeina og baða fólk. Getur lent í ælu, niðurgangi, þarft að þrífa hor, slef, stírur og gervitennur, fengið skítkast frá fólkinu sem þú hefur verið að hjálpa og stundum er komið fram við þig eins og hund. Þarft að díla við erfitt gamalt fólk sem liggur á bjölluni því það þarf að stilla hitann á ofninum, loka glugga, opna glugga, svara heimskulegum spurningum etc etc og díla við aðstandendur sem þykjast vita allt best þó að þú umgangist manneskjuna sem um ræðir miklu meira.
Einnig getur lent í perralegum athugasemdum frá gömlum köllum og getur búist við káfi. Einnig hef ég verið klóruð og kýld (ekki fast en samt) þegar ég hef verið að reyna að hjálpa gamalli konu. Þú þarft að geta höndlað allskyns skapsveiflur og leiðindi.
Og af einhverjum ótrulegum orsökum mundi ég samt ekki vilja skipta um vinnu
Kannski ekki alveg jafn slæmt, en ég er að vinna á hóteli og ég lendi stundum í ælu, skít, pissi, sæði (ójá, grunsamlegir blettir í lökum eru æði), allskonar ógeði. Fólk öskrar á mann, skammast, reynir við mann. Allt frá gömlum grumpy þjóðverjum í eitthvað creepy fólk frá Íslandi … :)
0