Yfirleitt er það ekki veitt “venjulegum” nemendum nema hann hafi sýnt fram á hæfni í námi og ekki nema seint í skólagöngunni (kannski á síðasta árinu). Það er þá trúlegast vegna þess að nemandi hefur aðrar skyldur sem skarast við skólanámið (tónlistarskóli, íþróttir eða eitthvað).
Ég veit að í MA þá fær fólk frjálsa mætingu í tíma ef að það hefur tekið áfangann í fjarnámi, en ég held að það sé bara vegna þess að þau eru með bekkjarkerfi.
Færð áfangann bara metinn, þetta er ekki frjáls mæting, þú ert einfaldlega búinn með áfangann en að sjálfsögðu fer enginn að mótmæla því að þú mætir í tíma með bekknum þínum.
Herbergisfélaginn minn fékk frjálsa mætingu síðustu 2 vikurnar í skólanum… Af því að hann var að hætta og hann var ekkert að nenna að mæta hvort sem er þannig hann fékk bara frjálsa mætingu…
Hugi.is… ef þú ert ekki kaldhæðinn þá áttu ekki heima hér…
Pabbi félaga míns lenti í slysi og hann þurfti að vera fluttur til RVK á sjúkrahús þar og þá fékk félagi minn frjálsa mætingu, var með hana í hálft ár eða e-ð en hann var aldrei í RVK hjá pápa ;O
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..