Ég hata sumarið
Endalaus sól, þegar maður þarfnast hennar ekki! Kannski sit ég og ætla að horfa á góða mynd um kvöldið þegar gula fíflið birtist og skín beint á sjónvarpið til þess eins að pirra mig. Og svo þegar maður ætlar að fara út í göngutúr eða fjallgöngu lætur eldköggullinn ekki sjá sig sendir hr. Kára og frú Ský í staðinn.
Sinan er líka ávallt klassík, festist allstaðar og mann klæjar, klæjar og klæjar. Ef það er eitthvað sem ég hata er það sina.
Skordýr einnig. Allstaðar eru litlu kvikindin svo maður getur ekki farið að sofa án þess að tvíkanna rúmið sitt fyrir járnsmiðum og kóngulóm, mest pirrandi er þó þegar lærnar fela sig í handklæðinu þegar ég er nýkominn úr sturtu…
Fríið er líkast til það eina góða við sumarið, eina huggun manns í þrjá mánuði.