Markaðir leitast ekki við að verða einfaldari. Þegar við lítum á söguna þá sjáum við að sem mest fjölbreytni hefur einmitt verið þar sem fólki er frjálst að stunda sín viðskipti og ræður sjálft hvaða þjónustu eða vöru það vill kaupa.
Ég sé ekki af hverju íslenska ríkið sé eitthvað hæfari aðili til að reka sjónvarpsstöð en aðrir. Þú talar um fjölbreytni, margir íslendingar eru með tugi ef ekki hundruð sjónvarpsstöðva í sjónvarpinu. Ef það væri bara ein sjónvarpsstöð á Íslandi þá myndu þessi rök þín standa höllum fæti. En í ljósi þess að það er nú þegar fjöldinn allir af stöðvum með mismunandi dagskrárliði, allt frá ‘heiladeyfandi’ grín- og skemmtiefni yfir í heimildarmyndir og fréttastöðvar þá er engin ástæða til þess að halda því fram að ein sjónvarpsstöð megi beita íslendinga valdi og þvinga fólk til þess að borga undir sig.
Ef þú vilt fá að ákveða nákvæmlega í hvað skattpeningurinn þinn fer þá virkar heimurinn ekki þannig.
Er það ekki einmitt það sem ég var að gagnrýna?
thanks for saving the day, yet again, Cpt. Obvious!
Já, ég vil að fólk fái að ráðstafa sínum fjármunum sjálft. Mér finnst allt í lagi að borga fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun þeirra sem ekki geta borgað hana sjálfir, ef við getum að mestu leiti komið okkur saman um að það sé fýsilegt.
En ég er þó alls ekki á því að Ríkið þurfi þá að reka allar þessar stofnanir.
Ef okkur finnst það grunnréttindi að öll börn hafi efni á menntun þá finnst mér sjálfsagt að við borgum saman fyrir menntun barnanna okkar. En ég sé ekki ástæðu fyrir því að allir þurfi að ganga í sama Ríkisskólann og fá sömu ríkismenntunina. Þú veist jafn vel og ég að við erum mismunandi og að núverandi skólakerfi hentar greinilega ekki öllum.
Sama á við um heilbrigðisþjónustu. Ef við viljum útvega ákveðna lágmarksupphæð til þess að greiða í heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem annars geta ekki greitt hana sjálfir þá finnst mér það sjálfsagt. En ekki að ríkið þurfi að reka öll sjúkrahúsin og taka ákvörðun um það hvernig skuli haga heilbrigðismálum. Þar verður markaðurinn einmitt einfaldari og einfaldari, þegar einstaklingarnir fá ekki sjálfir að velja sér sína heilbrigðisþjónustu.
Sumir gætu viljað fara í hópmeðferð, aðrir vilja kannski vera með sinn einkalækni og borga meira. Sumir vilja fara tilraunaleiðir.
En miðað við einokunarvaldið sem Ríkið hefur á heilbrigðiskerfinu þá er eina fjölbreytnin sem sprettur upp fög sem eru ekki flokkuð sem heilbrigðisþjónusta líkt og hómópatar, kírópraktorar, sólblómalæknar og trúarlæknar.
Fyrst sjónvarp og heilbrigðismál eru svona samanburðarhæf, þá hef ég nákvæmlega sömu skoðun varðandi sjónvörp. Ef við viljum að allir geti notið þess að horfa á sjónvarp, þá ættum við að greiða ákveðna lágmarksupphæð til allra einstaklinga, sem það getur svo notað til að kaupa þær stöðvar sem þeim þykir fýsilegar (af mörg hundruð stöðvum sem eru í boði).
En ég sé enga réttlætingu fyrir því að Ríkið reki þessa einu stöð sem allir eiga að hafa rétt á.
Og ef okkur finnst að allir eigi að hafa rétt á því að njóta sjónvarpsgláps í fyrsta lagi, af hverju byrjar Ríkið ekki á því að kaupa sjónvörp handa öllum landsmönnum? Hvernig er hægt að réttlæta það að maður eins og ég sem horfi ekki einu sinni á sjónvarp, þurfi að borga fyrir sjónvarpsgláp annarra?