RÚV þarf að sýna þessa þætti, líka þessa leiðinlegu eins og Mósaík og Kiljuna og alls konar svoleiðis hundleiðinlegt kjaftæði (no offence), á meðan t.d. Stöð 2 fær/nær öllum nýju myndunum og vinsælli og skemmtilegri þáttum. Það eru líka margir þættir í rekstri RÚV sem við erum öll orðin vel vön, en kosta RÚV alveg ótrúlegan pening. Til dæmis getum við litið á Söngvakeppni framhaldsskólanna (Stöð 2 ákvað að sýna það til að öðlast áhorf, ekki peninga). Ég hef líka heyrt að Skaupið kosti venjulega einhverja hundruði milljóna.
Það er örugglega alveg hárrétt að það væri hægt að reka þetta með minni halla, en ég hugsa að þetta yrði aldrei nein gróðrastöð. Eða það væri að mínu mati ekki mjög hollt fyrir Ísland og okkar menningu.
(Til að mynda er athyglisvert að líta á hvernig Skjáreinn gerir þetta, en þeir eru með mjög góða og sterka stefnu hvað varðar íslenska þætti og menningu. Hugsanlega gæti RÚV tekið þá sér til fyrirmyndar?)