Kannabislögleiðing eingöngu myndi sennilega bara ýta undir það að fólk sem aflar sér fjár núna með grasi myndi byrja að selja kókaín eða eitthvað verra. Það ætti að lögleiða öll “eiturlyf” og gefa fólki þann kost að velja.
Fræðsla um svona efni mun alltaf vera betri forvörn en það að banna svona hluti og það skapar bara gróðrastíu fyrir glæpamenn.
Heróin og kókaín ættu þó ekki að vera eins aðgengileg efni og ættu að vera úthlutað af spítölum. Heróín er gefið út af spítölum í Sviss minnir mig og þar er ungmennaneysla þess dottin niður fyrir öll fyrri mörk. Það er ekki voðalega mörgum sem finnst svalt eða spennandi að fara niður á spítala að láta læknana djönka sig. Þar af leiðandi myndu fíklarnir geta öðlast efnið á ódýrari og mun hættuminni hátt, fólk yrði ekki lengur barið og pínt út af dópskuldum og líklegast er að flestir sætti sig bara við það að reykja gras eða gera eitthvað svipað hættulaust.
Það er alltaf til fólk sem að leitast í sterk eiturlyf, en þannig verður það alltaf. Lögleiðingin sé ég fyrir mér vera sterkustu andspyrnuna gegn öllu því slæma sem þessi efni eru bendluð við. Nú til dags stimpla flestir fólk sem notar ólöglega vímugjafa sem ógeðslega glæpamenn, með því að auka skilning og minnka fordóma eru líka mun minni líkur á að notendur leiðist út í glæpi til að byrja með, auk þess sem að ríkið tekur ekki við stolnu góssi í skiptum við efnin.
Skrítið að fólk skuli ekki fara að átta sig á þessu, þið sáuð það bara hvernig það fór þegar að áfengi var gert ólöglegt, fólk hélt áfram að drekka, áfengið á markaðnum var mörgum stigum neðar í gæðum, sem að var valdur af mörgum slæmum aukaverkunum eins og blindu og jafnvel dauða, þetta er það sama og er gert við ólögleg efni núna, einhverjum óþverra er blandað í hlutina til þess að auka magnið óháð því hvaða áhrif það getur haft.
Glæpamenn fengu aðgang að nýrri tekjulynd og mafían varð til. Auk þess er mörgum milljónum af skattpeningum varið í það að uppræta og fangelsa fólk sem að neytir þessara efna, fólk í okkar eigin landi og nágrenni og út um allan heim er svipt frelsi og svipt þeim réttindum að fá að sjá börnin sín vaxa úr grasi, svipt sjálfsvirðingunni og virðingu annarra í samfélaginu og skerðing á atvinnumöguleikum í framtíðinni, allt fyrir það eitt að nota vímuefni.
Hvet alla til að hugsa um þetta frá hlutlausu sjónarmiði, þetta er ekki spurning um það hvort þessi efni séu slæm eða góð heldur spurning um það hvernig er best að nálgast þetta málefni, með hörku eða með fræðslu?
Andhrímnir lætur