Nútíma ásatrú gengur ekki út á það að trúa beint á Þór, Óðin, Freyju og hina æsina. Þetta gengur ekki út á það að trúa að mannkynið hafi verið búið til úr trjástofni við ströndina eða það að fyrsti maðurinn hafi verið sleiktur úr saltsteini þótt vissulega hafi trúin verið þannig á landnámsöld.
Nútíma ásatrú gengur fyrst og fremst út á það að heiðra forna menningu Íslendinga, ná tengslum við náttúruna og að skilja það að þú sjálfur verður að líða afleiðingar aðgerða þinna, það er ekki hægt að iðrast á dauðadaginn og fara til himnaríkis.
Ísland varð ekki kristið eins og fólk vill halda að það hafi orðið, með því að Þorgeir ljósvetningagoði hafi legið undir feldi og að allir hafi ákveðið þetta í sameiningu. Þessu var þröngvað ofan á okkur með hervaldi af Noregskonungi og Íslendingar fengu ekkert að velja hvort þeir yrðu heiðnir eða kristnir þótt vissulega fengju þeir að blóta á laun. Það var annaðhvort að segjast vera kristinn eða að vera drepinn.
…