Alltaf dett ég í þann fúla pitt að fara rífast við einhvern, ég ætla mér ekki að þræta við þig um þetta þar sem þetta hefur verið þrætuepli mannkynsins frá upphafi.
Biblían er samansafn af bókum eða testamentum, þúsundir ára gömul rit sem skrifuð voruð af allskyns fræðimönnum.
Ég hef ekki lesið Biblíuna, en ég legg til að þú lesir hana því ég efast um að þú hafir gert það.
Í Kóraninum er talað um guð sem svo öflugan og svo máttugan að ef hann myndi tala við mann, myndirðu deyja.
Það veit engin hvað guð heitir eða lítur út vegna þess að hann er of máttugur og stór fyrir okkur að sjá.
Þess vegna talar hann líka bara við englana, sem síðar tala við okkur.
Ég er alls ekki að segja að allt sem þú segir sé rugl og þvæla, sjálfsagt er eitthvað til í því sem þú segir en að fara rökræða
eitthvað sem þú veist ekkert um… Er ekki góð hugmynd.
Tökum boðorðin tíu til dæmis.
Boðorðin tíu er listi yfir trúarlegar og siðferðilegar reglur sem samkvæmt Biblíu kristinna manna og Torah Gyðinga voru opinberuð af Guði fyrir Móses á fjallinu Sínaí og Móses hjó á tvær steintöflur. Þau eru grundvallaratriði í kristinni trú og Gyðingdómi. Boðorðin eru sett upp sem samningur Guðs og þjóðar hans og eiga sér hliðstæðu í fornsögulegum samningum og lagabálkum stórkonunga við undirkonunga.
“Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.”
“Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.”
“Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.”
“Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.”
“Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.”
“Þú skalt ekki morð fremja.”
“Þú skalt ekki drýgja hór.”
“Þú skalt ekki stela.”
“Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.”
“Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.”
[Wikipedia]
Okay, “þú skalt ekki morð fremja.” þetta er einnig í landslögum, en þau eru að hluta til byggð á Biblíunni.
“þú skalt ekki stela.” þetta er einni í landslögum.
Hitt, er allt saman siðferði, allir hafa siðferðiskennd..
Þeir sem ekki hafa hana, eru sjúkir og á einhversslags hæli.
Það sem ég er að reyna útskýra fyrir þér, er að trú er ekki kjaftæði.
Getur líka þakkað guði að sunnudagur er heilagur og þú færð frí.