Tja, það var þannig að hún var að reyna að koma á einhverri einræðisstjórn um hvernig málum væri hagað í stofunni okkar banna okkur hitt og þetta sem umsjónarkennarinn hafði leyft, kom til dæmis stundum inn í stofuna okkar og hreytti einhverjum óorðum að henni fyrir að leyfa okkur að vera með vatn í flöskum á borðunum, að leyfa þessum og þessum að sitja saman etc.
Á endanum vorum við og aðallega ég reyndar farnir í hálfgerðann skæruhernað gegn henni. Stærðfræðitímarnir urðu að leiktímum, fokkuðum í reiknivélinni hennar (sem var einhver svaka græja með stórum svörtum bann-takka aftaná,) og allt frameftir þeim götum.
Ég tók svo nokkur tilvik saman, henti þeim í mjög hlutdræga grein þar sem engin nöfn voru nefnd og spurði síðan hugara hvort þeim fyndist hún ekki vera að stíga út fyrir sitt valdasvið. Hún hefur svo komist í greinina með einum hætti með öðrum og ég var á fundum uppi hjá skólastjóra, umsjónarkennara og hinum og þessum í marga daga eftirá.
Good times.
Bætt við 14. maí 2009 - 11:04
Þess má geta að sigur náðist stuttu síðar, þegar hún hætti allt í einu að kenna við skólann og skólastjórinn, sem ætlaði að senda mig í skóla fyrir geðveika og fatlaða, var tekin fyrir ölvunarakstur og rekin.