Maður hættir að taka eftir þeim eða finna fyrir þeim eftir um það bil mánuð, eða svoleiðis var það hjá mér.
En ég varð alltaf svakalega þreyttur eftir að vera með linsur hálfan daginn, ekkert endilega bara í augunum heldur svefnþreyta/syfjaður. Lagaðist strax um leið og ég tók linsurnar út.
En það endaði þannig að ég notaði bara linsurnar annan hvern dag, svo þriðja hvern og þá borgaði það sig ekki að kaupa mánaðalinsur svo ég hætti að kaupa þær og nota núna bara gleraugun mín.
Hins vegar er spurning hvort ég kaupi mér einfaldlega ekki bara dagslinsur og nota þær þá daga þegar ég vil nota linsur.