Mér finnst það já, þar sem skaðinn af glæpsamlega atferlinu er meiri.
En afhverju er þá dæmt svipað í ‘tilraun til manndráps’ eins og í ‘manndrápi’ ? Því glæpurinn í sjálfu sér er sá sami, sama hvaða afleiðingar hann hefur.
Þó svo að dómur sé vægari þrátt fyrir ungan aldur afbrotamanns sýnir það að brot hefur afleiðingar.
Já, það er munur á þessum fyrrnefndu dæmum. Og nei, mér finnst ekki að það eigi að dæma jafnt. Heldur þú að fangelsisvist sé jafn erfið fyrir þrítuga manninn í dæminu? Mér finnst það ólíklegt.
Dómurinn snýst ekki um það hvort þér finnst erfitt að afplána hann eða ekki. Lögreglumaður biður þig ekki um aldur þegar þú ert tekinn fyrir að aka yfir á rauðu ljósi - allir fá sömu refsingu. Einnig finnst mér ekki nauðsynlegt að tilfinningalegt ástand eins og eftirsjá, hræðsla við dóminn eða svefnleysa eigi að milda dóminn. Lögin spyrja ekki um ástæðu - heldur gjörðir. Ef þunglyndi eða aðrir sjúkdómar láta bera á sér á meðan afplánun stendur eru bæði meðferðarúrræði og samningsviðræður leyfðar.
Nei. Ég hélt að við værum að ræða þyngd refsinga, ekki hvort refsingar færi yfirleitt fram.
Það sem ég á við er það að samkv. lögum þá brutu þær af sér og samkv. lögum eiga þær að fá ákveðna refsingu. Finnst þér að við ættum að milda lögin vegna aldurs og gefa þannig slæmt fordæmi til seinni afbrota - eða ættum við að fylgja lögum og reglu?
Heldur þú þó virkilega að tilgangur refsinga sé að kvelja árasarmennina svo þeir þurfi að þola jafn mikla kvöl og fórnarlömbin?
Það er einmitt það sem ég var að benda þér á - afbrotamennirnir munu ekki líða neinar kvalir á því að taka út dóm sinn og því sé ég ekki hversvegna þær eiga að sleppa auðveldu leiðina útaf aldri. Þær frömdu mjög alvarlegan glæp og eiga að taka út refsingu eins og allir aðrir.
Þetta eru ekki kvalir heldur hálfgert ‘show-off’ - sýna afleiðingar af gjörðum. Það er heilbrigt fyrir þær og gott fordæmi í líkum brotum í framtíðinni.