am i right ?
Neibb. Það er engin listabraut í skólanum. Það er listdansbraut. Það er fyrir dansara. Það er listabraut í FB.
Annars býður þessi skóli upp á mjög góða efnafræði aðstöðu, hann býður þér upp á það að ráða náminu þínu alfarið sjálfur. Hann býður þér möguleikan á að sitja í tímum hjá meisturum á borð við Jóa stærðfræðikennara mannsins sem teiknar á prófið þitt, vekur þig með kaffi, krotar á vegginn, hellir vatni inn á þig þegar þú sofnar, byrjar stundum að kenna á þýsku, segir þér hví Ísland ætti að vera einræðisríki og búktalar þegar fólk tekur próf.
Björn Bergs félagsfræðiskennara mannsins sem segir þér að þú hafir alltaf rangt fyrir þér og myndi fella alla og berja ef hann fengi því ráðið.
Steingrím íslenskukennara sem actar virðulegur og talar formlega þar til hann lyftir upp bolnum sínum og fer að klóra sér á einhverjum loðnasta maga sem þú munnt sjá.
Einari efnafræðikennara sem kennir þér allavega 10 leiðir til að búa til sprengju úr sagi á einni önn.
Einnig býður skólinn upp á mjög góða íþrótta aðstöðu hann hefur eigin vaxtarræktarsal og mjög stóran íþróttasal með tveimur aukasölum sem hægt er að nota í skvass, jóga og fleira.
Skólinn hefur einnig kórinn sem hefur komið mörgum af stað í söngingum. Þú getur fengið tónlistarnám metið fyrir einingar. Náttúrufræði kennslan í skólanum gæti ég mjög vel trúaað að sé mjög framarlega meðan við marga skólann og aðstaðan fyrir þá sem ætla sér út í líffræðina, erfðafræðina og leggja stund á efnafræði í framtíðinni geta notið sín þarna. Skólinn býður einnig upp á eins marga stærðfræðiáfanga og hægt er að taka á menntaskólasstigi sem sumir skólar gera ekki vegna lítils áhuga nemenda.
Veldu þér ástæðu það er til fullt af þeim. Kynntu þér málin áður en þú ferð á netið og kúkar yfir eitthvað sem þú veist ekkert um.