Í fyrsta skipti á ævi minni er ég að verða hálfnuð með prófavikuna án þess að hafa tekið eina einustu nótt í að læra. Mér finnst það pínu spes … Er að fara í próf á morgun og ég eyddi hálfum deginum í vitleysu, er samt mjög vel undirbúin.
Á reyndar örugglega eftir að eyða næstu nótt í lærdóm, enda fæ ég bara einn dag fyrir að læra (og þetta eru svona 3x “stærri” próf heldur en maður tók í menntaskóla, því eitt námskeið virkar eins og um 10 einingar í menntaskóla, miðað við álag).