Mér dettur engin sérstök í hug svona. Skrifstofustörf eru yfirleitt flokkuð sem boring, mindless störf en mörg þannig störf bjóða örugglega uppá möguleika til að gera þau spennandi. Mér finnst t.d. afar gaman að grúski. Það gæti gert lögfræðinám skemmtilegt fyrir mig, eða sagnfræðinám. Þannig menntun býður örugglega upp á einhver afar leiðinleg störf en einnig einhver sem henta svo afar vel. Blaða- og fréttamennska gæti verið eitthvað fyrir mig, mér finnst afar gaman að skrifa og blaðamenn fá einnig oft tækifæri á að verða það þekktir að lítið mál væri fyrir þá að fá að gefa út bók.
Ég hef mikinn áhuga á íslenskri tungu. Eflaust hægt að fá spennandi grúskstarf útfrá íslenskumenntun. Svo veit ég að það er hægt að fá MA-gráðu í viðskiptasiðfræði frá HÍ. Það væri án efa fyndið en eflaust ekki skemmtilegt starf, vildi bara benda á það fyrst ég var að tala um HÍ. Svo gæti maður menntað sig í heimspeki og fengið þægilegt starf útfrá því.
Og svo framvegis haha.
Ókei, það sem ég er að benda á er að svona tjilluð grúskvinna væri örugglega svít. Örugglega ekki allt hálaunað en þúveist, alveg nógu vel launað til að maður eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Maður situr bara að lesa eitthvað sem maður hefur áhuga á og kemur með hugmyndir sem manni finnst spennandi. Svo finnst engum öðrum þetta spennandi en einhvernveginn getur maður make a living out of it.
Held það væri bara basically fínt að hafa sveigjanlegan vinnutíma, hafa áhuga á starfinu og fá fínt borgað. Svo gæti maður kannski orðið Indiana Jones. Það er ekki þægilegt starf en örugglega skemmtilegt.
Ég veit ekki alveg hvað ég er að rausa, en einsog þú án efa sérð fann ég gott gras og var að reykja það.