Ef einhver hættir að rökræða því að hann nennir því ekki, þá er seinasta svarið oftast: ‘'Jæja, þú hefur þitt álit og ég mitt, ég nenni ekki þessari rökræðu lengur’' eða eitthvað álíka. Ekki bara láta sína hlið hanga í lausu lofti með mína móthlið sem síðasta svar.
Allaveganna þá veit ég hvaða þráð þú ert að tala um og eins og ég sagði oft í þeim þræði þá var ég ekki að predika volæði og svartsýni, heldur þakklæti/vanþakklæti og raunveruleika.
Þessi þráður stútfylltist hratt af krökkum sem biðu bílprófs, lífsglöðum nemum o.fl sem sáu ekki út fyrir rassgatið á sér og kölluðu mig hálfvita fyrir að skrifa eitthvað svona. Enda taboo að tala um svona hluti nema það sé kennt trúarbrögðum um liggur við, svo 99% af huga geti talið sig vera óhulltan sem trúleysingja.
Ég var að predika það að fólk á ekki að taka góðu og hamingjusömu lífi sem sjálfsögðum hlut. Ég sagði sem metafór: ‘'Svo lengi sem þú kvíður fyrstu nauðgunini/ráninu’' eða eitthvað álíka, sem var greinilega metafór (sem enginn skildi) því allir ættu að vita hérna inni að ég er ekki svo heimskur að alhæfa að öllum stúlkum er nauðgað og rændar. Ég meinti að hún má hlakka til svo lengi sem hún kvíður líka því þannig virkar lífið. Raunveruleg hugsun. Ef maður festist of mikið í boruni á sér, þá getur það farið að valda því að maður taki öllu sem sjálfsögðum hlut, svo einn daginn, bamm, gerist eitthvað og þetta fólk fer í móðursýkiskast og hreinlega sturlast. Mörg dæmi hérna á huga sýna hversu mikið fólk blæs upp agnarlitlu vandamálin sín: ‘'Mamma tók netið af!!??!?!’' ‘'Ég fékk ekki stærsta páskaeggið?!!?’' O.s.fr.
Minn hugsunarháttur byggir á því að þakka fyrir mig og vera varkár fyrir framtíðini. Ég þekki fólk sem ætlar að flytja út, fá glænýjann bíl o.s.fr. með 300þús krónur frá fermingu inn á banka.
Hvað með matinn? Hvað með kostnaðinn á bílnum? Hvernig ætlar þú að FÁ bílinn? Hvað með sígarettur, föt og fleir sem þú þarft að kaupa þér? Launin þín duga ekki fyrir þessu öllu saman.
Svörin sem ég fékk voru hreinlega þroskaheft. Þetta var allt svo sjálfssagt. Ungt fólk í dag heldur nefnilega að heimurinn sé bara þannig að allt sé frítt og átakslaust.
Hversu oft sérðu 17 ára peyja og pæjur á glænýjum BMW, Impreza, Charger, Mustang??? Eða öllum þeim bíltegundum sem falla undir svona lagað verð.
Heldurðu að þau hafi keypt þessa bíla?
Þetta fer í mig. Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir mér (innan heilsusamlegra marka). Ég hef gengið í gegnum verulega slæma hluti á minni lífsleið og ég er sá maður sem ég er í dag út af þessu. Út af því að ég hef tekist á við allskonar aðstæður. Enda er ég að fara flytja til annars lands 19 ára gamall eftir 2 vikur. Ég get ekki ímyndað mér þessa krakka nokkurtímann vinna fyrir sér eða fara eitt né neitt.
Ég veit meira að segja um krakka sem LÍTA út fyrir að vinna fyrir sér. Eigin íbúð, flottir bílar, líta út eins og þessir krakkar séu með fyrirtæki. Nei, þá eru foreldrarnir að borga þetta allt saman. Það er ÓTRÚLEGT.
Ég vill að fólk SJÁI ÚT UM RASSGATIÐ Á SÉR og fari að taka einhver skref í lífinu. Alltaf sömu rollurnar. Fara í menntaskóla eins og allir hinir, vita ekkert af hverju og síast út í háskóla þar sem það var aldrei planið að vera þarna að eilífu, en mamma borgaði allt meðan á skólanum gekk og háskólinn var bara of erfiður.
Hvað gerist svo? Ég þarf að verða aðeins eldri og fylgjast með þessum dekruðu ‘'vinum’' mínum lengur áður en ég kemst að því.
En ég giska að allt fari annaðhvort í klessu eða mamma kaupi handa þeim starf?!
Volæði, svartsýni, eymd…. Kallaðu það það sem þú villt. Þetta er raunveruleiki sem ég er að tala um.
Enda fékk ég nóg af svörum bæði í PM og á þræðinum þar sem fólk skildi hvað ég átti við. Ekki margir samt og allt fullorðnir einstaklingar.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.