Óþroskaðir einstaklingar.
Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk hafi málfrelsi, svo lengi sem það snýst ekki um það að segja eitthvað niðrandi um annað fólk. Ég er mjög ánægð með það sem hefur verið skrifað hérna á huga, og er ekkert sérstaklega að kvarta yfir því, en reyndar er það mjög misjafnt eftir áhugamálum hverskonar persónur eru að skrifa, en það skiptir ekki öllu. Það sem mér finnst hinsvegar ömurlegt, er þegar fólk er að lesa greinarnar og hefur ekkert annað um þær að segja en eitthvað ljótt og leiðinlegt. Ég hef rekist á það að verið er að gera lítið úr því sem fólk er að skrifa um, gera grín að því eða annað verra. Þetta finnst mér mjög slæmt og sýna merki þess hverskonar óþroskaðir einstaklingar eru þarna á ferðinni. Ef fólk getur ekki virt skoðanir annara, og hefur ekkert um þær að segja heldur en eitthvað niðurlægjandi og leiðinlegt(sem getur komið fyrir hvern sem er, ég meina við höfum öll mismunandi skoðanir), þá finnst mér það vera eðlilegt að maður haldi þessum neikvæðu skoðunum fyrir sjálfan sig. Ég meina það er nóg af leiðindum og ömurlegheitum í þessari veröld þó að það sé ekki verið að draga það hingað inn líka. Hvað er að hjá þeim sem gera þetta? Mér finnst það gott mál að fólk fái að tjá sig um það sem það vill, og þeir sem hafa ekkrt nema eitthvað niðrandi að segja gætu þá bara skrifað það í sína eigin grein, og við hin lesið það án þess að dissa það eitthvað, en ekki verið að svara annara manna greinum ef þeir hafa ekkert betra að segja.