Þetta er svo naïve, þeim stelpum sem líður illa í þessu starfi myndu ekki fara að mennta sig í kjölfar lögbanns á nektardansi.
Þetta er í rauninni eitthvað sem við getum lítið sagt til um. Gæti verið að einhverjar færu að snúa sér að einhverju öðru, gæti verið að einhverjar fari í verri undirheima og hugsanlega bland þessarra beggja. Við bara getum ekki vitað það.
Hvaða frekari aðgerðir viltu? Er ekki miklu sniðugara að auka eftirlit með löglegum stöðum? Þetta er bara svipað og með lögbann á áfengi, margir héldu að það ætti eftir að bæta allt en undirheimastarfsemin margfaldaði vandann.
T.d. að gera þá sakhæfa sem stunda þessi viðskipti. Konunum er hægt síðan hægt að veita hjálp til að skapa sér betra líf.
Það þýðir ekki að við eigum að sleppa öllum lögum, þegar að þú ert farinn að brjóta á frelsi annarra, þá má ríkisvaldið taka á því.
Akkurat það sem ég er að meina. Stelpa vinnur nauðug á súlustað, þá er einhver aðili að misnotfæra sér hana og brjóta á frelsi hennar.
Nei, ég á ekki barn, en ef ég ætti barn myndi ég miklu frekar vilja að það stundaði nektardans á löglegum stað en ólöglegum. Ef við gefum okkur að barnið mitt ætti við vandamál að stríða, sem þarf auðvitað ekki að vera, hvers vegna ætti það að leita hjálpar eftir að lögbann yrði sett á nektardans?
Því þá hefur hún löglega ástæðu, semsagt lagalega séð ekki hægt að halda henni nauðugri í þessu starfi.
Er það kvenfyrirlitning að leyfa fólki (körlum og konum, þó það sé ekki endilega markaður fyrir karla) að dansa nektardans? Við losnum líklega aldrei við undirheimastarfsemi nema með því að halda þessu löglegu og eftirliti.
Það er kvenfyrirlitning þegar stelpa dansar nánast nakin fyrir framan fullklædda ógeðslega menn sem vilja sofa hjá henni, því hún er ekkert annað en kynlífstól sem má höndla hvernig sem er í þeirra augum. Einskins virði.
Fyrir mér er þetta ekki spurning um að leyfa konum að dansa eða ekki. Heldur leyfa körlum að komast upp með þessa kvenfyrirlitningu eða ekki. Ég efast líka stórlega um að þær vilji þetta svona mikið.
Bætt við 3. maí 2009 - 14:54 Annars er ég bara búin að segja allt sem þarf að segja. Þú vildir fá mótrökin og ég kom með þau.
Hinsvegar ættum við kannski að fara sænsku leiðina, leyfa þetta alltsaman og gera þetta að atvinnugrein, láta borga skatta og svona. Ég samt hef ekki kynnt mér það nógu vel hvernig það hefur gengið til að geta sagt að það sé rétta leiðin. Ég gæti vel trúað að allt myndi bara verna og fólk myndi nýta sér lögleiðinguna til að hylja yfir aðra ólöglega starfsemi.