Okay, ég þarf að fá útrás svo mér datt í hug að nöldra um það sem gerðist í bíóinu fyrir nokkrum dögum…

Hérna byrjar sagan…

Ég man ekki nákvæmlega hversu langt er síðan en það eru allavegana nokkrir dagar. En allavegana, ég fór í bíó með vinkonu minni og mamma gaf mér nákvæmlega 1100 kr. fyrir bíóinu og ég var með 1073 kr. aukalega í veskinu mínu. Semsagt samtals 2173 kr. En allavegana, þá fór ég í bíó og eins og flestir vita þá kostaði miðinn 1100 kr. og áður en myndin byrjaði þá keypti ég mér litla kók og nóa kropp poka sem kostaði samtals 620 kr. og þá átti ég eftir 453 kr. Síðan í hléinu fór ég og vinkona mín í sjoppuna. Þegar við komum þar þá var stelpa að afgreiða. Fyrir framan okkur voru maður og sennilega dóttir hans (lítil stelpa) og gellan afgreiddi þau og hún virtist ekkert pirruð þá en þegar það kom að okkur (mér og vinkonu minni) þá var eins og hún væri bara allt í einu byrjuð á túr :S Hún varð shit pirruð í skapinu og afgreiddi vinkonu mína fyrst. Hún keypti sér rauðann smurf pakka. Og þegar hún var að gefa henni til baka þá henti hún bara klinkinu á borðið! (Frekar pirruð) og svo kom að mér og ég sagði við hana að ég ætlaði að fá það sama og vinkona mín bara tvo. og hún svaraði í shit pirruðum tón:
“Hvaða lit?!”
ég: “bara rauðann”
hún: “320 kr.”
og ég rétti henni 3 hundrað kalla og einn 50 kall og hún gaf mér til baka 3 tíkalla. Ég var að setja þá í veskið þegar hún sagði:
“nei bíddu var þetta 50 kall?, ég hélt að þetta hefði verið 100 kall þannig að ég gaf þér of mikið til baka” (sagði þetta í mjög bitchy tón)
ég: “okai, hversu mikið?”
hún: “50 kall of mikið”
og ég var ekki búin að sleppa klinkinu sem hún gaf mér ofaní veskið mitt og ég hélt bara á 3 tíköllum og spurði hana hvort hún væri viss og hún sagði:
“já þarna er hann”, og benti á 50 kall sem lá á botninum ásamt öðrum 50 kalli og þremur einakrónum. En ég var ekki viss en ég nennti ekki að rífast við hana því fólkið á eftir mér var að verða ógeðslega óþolinmótt svo ég rétti henni bara 50 kallinn og fór því það gat vel verið að hún hafði rétt fyrir sér. En síðan skoðaði ég klinkið í veskinu mínu og þá átti ég bara 83 krónur eftir sem er ekki rétt því ég ætti að eiga 133 kr. eftir ef ég reikna rétt…:

Ég átti í upphafi: 2173 kr.
Bíómiðinn kostaði: 1100 kr.
Litla kókin mín og Nóa Kroppið kostaði: 620 kr.
Og 2 smurf pakkarnir mínir kostuðu: 320 kr.

2173
-1100
- 620 En þar sem gellan hirti af mér 50 kall þá lítur þetta svona út:
- 320
—— 2173
= 133 -1100
- 620
- 320
- 50
——
= 83

Svo tók ég líka eftir að þegar ég og vinkona mín vorum farnar og hún var að afgreiða gaura sem voru á eftir okkur þá virtist hún vera komin í gott skap aftur!!!!!!!!!!!!!!!!! Þannig að ég held að þetta hafi verið persónulegt… :/ samt þekkti ég gelluna ekki neitt en það getur verið að hún hafi þekkt mig svo ég vil spurja …

Get ég “klagað” hana og komið henni í smá “problem”?? :S

Bætt við 2. maí 2009 - 17:06
Leiðrétting við dæminu: (gleymdi að gera “enter” þannig að það fór í steik xD)

rétt útkoma:

2173
-1100
- 620
- 320
——
= 133

En útaf því að gellan hriti af mér 50 kall þá lítur þetta svona út:

2173
-1100
- 620
- 320
- 50
——
= 83
Kv. JamónKilleR …<3