Hafið þið einhverntíman séð á svona útsölum svona slá með fullt af fötum og það stendur:
Allt á slánni á 500 kr
Væri rétt að taka allt sem er á slánni og borga fyrir það með einum 500 kr seðli?
Eða væri kannski réttara að skrifa eitthvað annað á miðann, sem bendir til þess að maður eigi við hvað sem er á slánni, en ekki allt á slánni?
Þetta er eitthvað sem við sjáum oft.
Sjáiði síðan muninn ef ég segi svo
"Það er meira í þessum poka en öllum hinum“
eða ”Það er meira í þessum poka en hverjum hinna"?
Var bara að pæla í þessu =)