Þó að ég geri mér grein fyrir því að í þessari hnífaskúffu okkar, hugi.is, liggja að mestu leyti albitlausir hnífar, sem í fullri alvöru virðast hafa verið brýndir með því að þeir hafi verið slegnir síendurtekið í stálrör, þá náiði ennþá að ganga fram af mér við og við.
Þetta er nú komið í það að fólk hérna virðist ekki lengur átta sig á því hvað umræðuvefur er og um hvað hann snýst.
Það eru sumir hérna inni sem eru beinlínis hræddir við umræður. Sérstaklega ef þær umræður snúast um heimskulegar órökstuddar skoðanir og kreddur sem einstaklingar hafa fest sig á við 8 ára aldur og aldrei haft nennu eða þor til að efast um.
Þetta fólk virðist ekki vilja gera neitt annað á þessum umræðuvef en að skrifa niður einhverja svívirðulega heimskulega skoðun og skrifa svo stórum stöfumj fyrir neðan “MÍN SKOÐUN!”.
“MÍN SKOÐUN” er viðvörun. Hún segir: "Þetta sem ég skrifaði er mín skoðun [En ekki hvað?]. Ég get ekki rökstutt hana, ég vil ekki heyra mótrök og ég nenni ekki að tala um þetta. Þess vegna skrifaði ég þetta á umræðuvefi. Ég vildi bara aðeins brunda framan í ykkur og ég bið ykkur um að virða það".
Í alvöru talað, hættið þessu. Ef þið þolið það ekki að það er fólk úti heimi sem er ekki með sömu skoðanir og þið, í guðanna bænum, ekki vera þá að auglýsa skoðanir ykkar á almennum umræðuvef.
Þetta hlýtur að teljast sem einhvers konar geðröskun.