Ég var að hugsa, er ólöglegt að brugga bjór á íslandi?
Lögin eru ekki mjög skýr, allavega fyrir mér :S
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/828-2005
Ég skil þetta ekkert.
Margir telja bruggun bjórs vera einfalt mál miðað við víngerð sem hljóti að vera mun flóknari og nákvæmari vísindi. Þessu er í raun öfugt farið því tæknilega séð er nóg að pressa vínberin og þá mun gerið sem í hýði þeirra er byrja að gerja sykurvökvann sem er inn í sjálfu berinu. Bruggun bjórs er hins vegar mun flókanari ferli. Skoðum það aðeins nánar. Eins og með víngerð þá er það sveppurinn (gerið sjá mynd) sem er í aðalhlutverki, hann býr jú til hinn ómetanlega vínanda…..þrefallt húrra fyrir sveppunum! Jæja en til þess að sveppurinn geri eitthvað þarf að verða honum úti um sykur sem hann svo notar til að búa til vínandann og gosið, CO2. Sykurinn eða sykrur eru fengnar úr bygginu með aðferð sem kallast möltun. Menn segja oft dökka bjóra vera “maltbjóra” (ég gerði það til að byrja með) en í raun eru allir bjórar “maltbjórar” hinir dökku innihalda bara brenndara (dökkt) malt en þeir ljósu. Möltun byggsins leiðir til þess að úr verður malt, sem kallast grænt malt þar sem aðeins hluti af flóknum sterkjum í korninu hefur brotnað niður í einfaldari sykrur sem gerið getur nýtt við gerjunina.tekið af bjorbok.net skoðaðu það
Græna maltið er svo þurkað við misháan hita eftir því hvaða lit og gerð sóst er eftir. Nú er maltið tilbúið til bruggunar.
Þegar í brugghúsið er komið er maltið sprengt og bætt út í heitt vatn. Nú hefst stig bruggunar sem kallast mesking þar sem ensím klára að brjóta niður sterkju í einfaldar sykrur. Á þessu stigi er “bjórinn”, ef bjór skal kalla, ekki álitlegur þar sem hann lítur út eins og blautur hafragrautur, en þetta er jú aðeins byrjunin á ferlinu. Að meskingu lokinni er sætum vökvanum “wort” sem myndast tappað af og látinn í stóran bruggketil þar sem hann er soðinn til að fá fram tærleika. Síðan er humlinum (sjá mynd) skellt út í (oftast í áföngum) á meðan á suðu stendur. Þetta sull er svo kælt og meðhöndlað á ýmsa vegu áður en það er sent í gerjunartankinn þar sem gerið bíður spennt eftir að hefja sitt hlutverk í framleiðslunni.
Gerjun stendur yfir í um 10 daga þar sem sykrum er breytt í CO2 og vínanda. Að þessari frumgerjun lokinni er grænn bjórinn sendur áfram í millitank þar sem hann eldist og hreinsast í tvær vikur eða svo. Síðari gerjun tekur svo við sem getur tekið allt upp í tvær vikur til viðbótar. Nú er bjórinn tilbúinn til átöppunar en áður en það gerist þarf að huga að koltvísýringnum eða gosinu og stundum er bjórinn einnig síaður.
Gosi er hægt að koma í bjórinn með ýmsu móti, nú til dags er oft koltvísýringi dælt beint í grænan bjórinn sem kemur úr millitankinum, en stundum er smá bjór í fullri gerjun bætt út í bjórinn. Önnur aðferð er að tappa bjórnum á flöskur áður en gerjun lýkur og þannig loka inni náttúrulegan koltvísýring, og að lokum er svo hægt að setja ögn af ferskum gersveppi ásamt sykrum út í bjórinn áður en flöskunum er lokað með sama árangri. Að lokum má nefna að til eru bjórar sem fara í gegnum 3 gerjanir áður en neytandinn kemst í hann, þetta á t.d. við um Duvel.
tæknilega séð er nóg að pressa vínberin og þá mun gerið sem í hýði þeirra er byrja að gerja sykurvökvann sem er inn í sjálfu berinu.Hahaha! Svona svipað og að segja að það þurfi tækniega séð ekki meira en að lesa sér aðeins til og skrifa til að setja saman doktorsritgerð.