http://this.is/tolvufikn/einkenni
Teljið þið ykkur vera með tölvufíkn?
Held að það séu margir tölvufíklar sem hafa einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því að þeir séu tölvufíklar.
Athugið að viðkomandi er ekki endilega fíkill ef hann hefur þessi einkenni en því fleiri einkenni, þess meiri líkur er að viðkomandi þrói með sér tölvufíkn.
Annars veit maður það nú alveg sjálfur ef maður er með þetta einkenni sem þú nefndir útaf tölvufíkn. Ef þú ert oft í tölvunni allan daginn og fram á nótt og sefur síðan í skólanum og ert bara þreyttur allan daginn, þá er það því þú varst í tölvunni allan daginn. Ef þú ert hinsvegar ekkert það oft í tölvunni en ert samt svona þreyttur og sefur í skólanum þá er augljóslega allt önnur ástæða á bakvið það.
# Mest allur tími utan skóla er notaður í tölvur
# Mikil þreyta og jafnvel svefn á skólatíma
# Verkefni í skólanum hrannast upp
# Einkunnir lækka