Honum er augljóslega ekki alvara með 99.9% tölunni með krabbamein, enda notaði hann bara sömu tölu og þú.
En dauði að völdum krabbameins er orðinn grátlega hár, las í lifandi vísindum að hann er um 60% núna og fer hækkandi sem er náttúrulega sorglegt. Afhverju heldurðu að það sé? Tilviljun?
Og með kjötið segir hann aldrei neitt með samsæri þannig að ekki að vera búa til bull.
svo með vaxtarhormón og sýklalyfin þá hefur hann bæði rétt og rangt fyrir sér. Ég eyddi minni barnæsku í sveit og hver einasta rolla var á sýklalyfjum, hinsvegar engum vaxtarhormónum. Nautgripir eru á fóðri sem er með allskonar örvandi ógeði svo að þeir stækki og til þess að kýrnar framleiði mjólk allan ársins hring.
Þetta skilar sér allt í kjötið eða í mjólkina á einn eða annan hátt.
Og ef þú vilt vita hvað sýklalyf gera við búgripi að þá virka sýklalyf þannig að þau hreinsa út allar bakteríur í líkamanum á þér, bæði góðar og slæmar bakteríur. Góðar bakteríur sjá um að hjálpa við melta mat og halda slæmum bakteríum í skefjum og öðrum gersveppum (eins og candida). Þegar allar góðu bakteríurnar hverfa þá geta þessir gersveppir fjölgað sér án takmarkanna og treystu mér það hefur mikil áhrif á skepnuna. Enda eru rollurnar í 90% tilfella alltaf hálfveikar og með skitu.
svo í framtíðinni þá hvet ég þig eindregið að lesa á kjötpakkningarnar sem þú kaupir. Það er nánast allt með aukaefnum þessa dagana, meirisegja óunnar kjötvörur eins og hakk, kjúklingur og annað. Álegg er með sérstaklega mikið af þessu drasli og er algjör viðbjóður.
Bætt við 1. maí 2009 - 01:12
En kjöt er langt frá því að vera það versta sem þú lætur ofan í þig. Hveiti, mjólkurvörur og sykur er það versta.. Allur unnin matur yfir höfuð.