Kemur mér virkilega á óvart að það eru 2-3 manneskjur sem hafa svarað þessum þráð hafa valið áfengi. Bjóst algjörlega við því að þetta væri akkurat öfugt.
Þessir tveir hlutir eru samt rosalega erfiðir, ég mundi aldrei segja nei við góðu rauðvíni, hvítvíni eða einfaldlega einum ísköldum bjór.
En að vera blindfullur er ein versta tilfinging sem ég veit um. Afhverju gerir maður sjálfum sér það að hafa ekki fulla stjórn á því sem þú ert að gera. Auðvitað er það hægt, en það að maður lendir í stöðu sem þú ert of fullur og verður bara að fara leggjast niður, er verra en allt.
Hringsólast allt, óþæginlegt að hafa augun lokuð, svimar, ógleði og allur pakkinn svo er auðvitað dagurinn eftir á.
Þegar líkaminn á þér er uppgefin eftir alla þessa misnotkun.
En að neyta áfengi rétt og í góðra vina hóp er auðvitað frábært, en þegar það er notað vitlaust!
Ég mundi samt alltaf velja cannabis yfir áfengi án þess að hika.
Líða vel, hugsar skýrar, sérð betur, heyrir betur, tekur eftir fleiri hlutum sem þú hefðir aldrei spáð í, tala nú ekki um að stunda kynlíf freðin, það verður nokkurn vegin allt betra þegar þú ert freðin. Og það góða við það að maður finnur aldrei fyrir ,,cravin" tilfininguni, ekki nema þú vitir að þú ert að bíða eftir því að fara reykja.
Cannabis án efa auðvelt val!
thNdr notar facebot frá www.facebot.com