Ágæta Dangergirl - ég hreinlega varð að svara þér.
Það eru einmitt svona órökstuddir palladómar sem þú viðhafðir sem ýta undir svo mörg vandamál í samfélaginu okkar. Í nokkra áratugi hafa ríkisstjórnir víða um heim reynt að ná tökum á fíkniefnavandanum með því að banna þau. Vissulega eru fíkniefni oft vandamál, en ég skal lofa þér því að þú ert fíkill á fjölmörg hættuleg efni - t.d. sykur og koffín. En það er ótengt þessu.
Þeir sem tala um lögleiðingu fíkniefna eru flestir að tala um að leyfa “mjúk” fíkniefni, þ.e. kannabisefni sem er hass og maríjúana. Ef Holland er tekið sem dæmi þá fækkaði glæpum (innbrotum, líkamsárásum o.þ.h.) eftir að hass var leyft lögum samkvæmt. Fleiri ríki hafa reynt að fara sömu leið og gengið vel, t.d. Sviss ef ég man rétt. Er ekki nokkuð augljóst að núverandi leið sem við höfum farið í áratugi er ekki að skila neinum árangri? Af hverju ekki að prófa nýjar aðferðir, sem allt bendir til að skili árangri.
Þar að auki eru kannabisefni róandi, neytandanum líður vel og er afslappaður og árásargirni er víðs fjarri (mottó hippans -> friður).
Svo segirðu að “það er mjög erfitt að hætta neyslu eiturlyfja svo það er ekki eins og að fá sér i glas .. !!” Vissirðu að áfengi er hættulegra vímuefni en kannabis? Það skaðar lifrina, heilann, miðtaugakerfið o.fl. (ekki að hassið geri það ekki líka, en áfengið er ekki hættulaust eins og þú lætur það hljóma þarna) auk þess sem áfengi eykur á árásarhneigð neytandans. Við áfengisneyslu missa margir stjórn á sér og ófá morðin og ofbeldisverkin hafa verið framin undir áhrifum þess. Ekki gera lítið úr áfengi, þó það sé gott í hófi þá er ofneysla á því stórhættuleg.
Svona í lokin þá langar mig að fyrirbyggja allan misskilning. Ég er ekki að segja að kókaín, heróín og fleiri hörð fíkniefni séu æskileg. Þau ættu að vera bönnuð áfram enda eru þau mun hættulegri en þau vímuefni sem seld eru löglega í dag.
Þó að skoðun þín sé fullgild þá skaltu fyrst kanna hvaða sannleikur leynist bak orða þinna. Annars tekst þér ekki það ætlunarverk sem mér sýnist þú stefna að með greininni - að gera heiminn betri.
Svo mörg voru þau orð.
H
Ágætti Hnokki :)
ég var einmitt að tala um kókain , heróin , amfetamin , LSD , Krakk og þá sérstaklega E-töfluna !!…
mér er vel kunnugt um að hass hefur róandi áhrif og meira að segja lækni Gláku !!
og með E-töfluna til dæmis þá líður neytandanum stórkostlega á meðan áhrifin vara en er svo i óskiljanlega miklu þunglyndi daginn eftir þvi fráhvarfseinkennin eru svo slæm og einmitt mjög algengt að sjálfsmorð unglinga er afleiðing af E-töflunotkun …
órökstuddir palladómar ??? ég get ef þú vilt flett upp tölfræðilegum niðurstöðum ef þér liður betur með það en til hvers ??? ég ætlaðist ekki til að fólk tæki viðhorfum minum sem persónulegum árásum sko !!!…
og svona i lokin já mér er vel kunnugt um að áfengið er mjög skaðlegt heilsunni eins og þú nefnir , skaðar lifrina , heilann , miðtaugakerfið ofl.. það gera hin eiturlyfin lika … af hverju hélst þú að ég væri að tala um hass sérstaklega … ég stórefast um að sá sem myrti manninn hafi verið undir áhrifum hass !! … það vill bara svo til að hass er lika bannað :)og þeir sem vilja láta lögleiða það sjá sér fært að ráðast á þá sem niðra eiturlyf !!! … já ég er á móti þeim og skammast min ekkert fyrir það ….
(bara svona i gamni þá copypeista ég þessarri setningu þinni)
“Það eru einmitt svona órökstuddir palladómar sem þú viðhafðir sem ýta undir svo mörg vandamál í samfélaginu okkar”
“Ég er ekki að segja að kókaín, heróín og fleiri hörð fíkniefni séu æskileg. Þau ættu að vera bönnuð áfram enda eru þau mun hættulegri en þau vímuefni sem seld eru löglega í dag.”
Mér sýnist þú vera sammála mér ??? ert þú þá lika að ýta undir mörg vandamál i samfélaginu okkar ????
kv. Danger :)
0
hehe… ætli við séum ekki sammála um hörðu efnin. Þetta mál er mér nefnilega nokkuð hugleikið þessa dagana og ég hreinlega hamdi mig ekki. En já, morðinginn var eflaust ekki nýbúinn að reykja hass og var líklega djúpt sokkinn í neyslu. Pointið með “ræðunni” minni kom ekki nægilega vel í gegn.
Það er þetta -> með því að leyfa mjúku efnin myndu fíkniefnatengdum glæpum væntanlega fækka (sbr. Holland og Sviss) og neysla harðra efna vonandi minnka líka - aftur vísa ég til Hollands og Sviss þar sem sú hefur verið raunin.
Og ekki snúa út úr fyrir mér. Ég rökstuddi mál mitt og þ.a.l. voru það ekki palladómar ;o)
Annars held ég að við séum sammála um hitt :-)
H.
0