vá hvað ég þoli ekki þegar fólk getur ekki kyngt stolti sínu til að biðjast afsökunar!

ég á einmitt bestu vinkonu sem er gaman að hanga með og allt það en þegar kemur eitthvað uppá þá virðist henni ómögulegt að biðjast afsökunar. í staðinn notar hún ýmsar myndir frasans “þetta er búið og gert, þessu verður ekki breytt núna”.

ég biðst afsökunar þegar ég geri eitthvað sem verðskuldar þennan frasa. hversvegna í andskotanum hef ég aldrei heyrt hana nota orðið “fyrirgefðu”? aldrei nokkurntímann nema minnið sé alveg hriiiiiiiiiiiiikalega að klikka!

vá, pirrrpirrpirrrrpirr. þurfti að koma þessu frá mér.