Bý rétt hjá því og hef heyrt tvær sögur um staðinn.
Sú fyrsta er þannig að það var maður sem átti dóttur sem var bækluð þannig að önnur hendinn sneri vitlaust og eitthvað sjitt.
Maðurinn var mjög háttsettur í þjóðfélaginu og vildi ekki að stelpan yrði blettur á hanns annars fullkomnu ímynd, þannig hann læsti stelpugreyið uppi í herbergi og hleypti henni aldrei niður og þegar gestir komu batt hann hana við stól og stólinn við vegginn svo það hún gæti ekki gert neinn hávaða.
Svo einn daginn eftir að gestirnir hanns fóru, fór hann upp í herbergi til að gefa henni að borða og leysa hana en þá sá hann bara stólinn en ekki hana.
Hann flutti út úr húsinu strax sama dag og flúði langt út á land.
Margir sem ég þekki og hafa farið þarna inn segjast hafa séð stól bundinn við vegg og jafnvel heyrt skrjáf í veggjunum.
Hin sagan er mun trúlegri, sjáðu til áður en þetta hús stóð þarna var lítill kofi með tveimur herbergjum á þessari lóð, þetta er ekki goðsögn ég veit það fyrir víst.
En sagan segir að eitt sinn hafi maðurinn sem bjó þar hitt mikinn fjármála kappa sem sagði honum að þetta væri mjög eftirsóknar verð lóð, sem hún er.
Hann ráðlagði honum að selja staðinn.
Maðurinn gekk strax í málið og lét rífa kofann, hann keypti sér risa hús við fjörðinn á láni, hann hugðist borga lánið þegar nýa húsið á lóðinni seldist, sem fjármála kappinn fullyrti að yrði strax bara.
En síðann BAMM kreppa!
Húsið seldist aldrei og maðurinn steyptis í skuldasúpu, hann býr núna á hlemmi eða er dauður.
Nýju undirskriftar reglurnar sökka