(Vinsamlegast lestu í gegn, þú hefur gott af því).
Nú, var kirkjan þá bara á sýru þegar hún dæmdi alla sértrúarhópa kristni villitrúarmenn og útrýmdi þeim?
Þetta stendur víst í gamla testamentinu. En ef þú neitar því ennþá, þá er ég ekki að fara að labba upp stigann og lesa biblíuna. Þannig að; Páfinn er óumdeildur leiðtogi kirkjunnar. Hann sagði, og skipaði fyrir um, að þetta væri í lagi. Og samkvæmt kirkjunni er allt sem páfinn segir orð Guðs. Þannig að Guð vill láta drepa alla villitrúarmenn. Hvað segir nýja testamentið þitt við því?
Að Segja að fólk “lesi” bíblíuna vitlaust eða rangt er aðalástæða þess að öll þessi trúarbrögð eru til í heiminum. Einn segir þetta og hinn les bíblíuna vitlaust og blablabla.
Að hluta til satt. Mohammeð, spámaður Allah, kynntist kristni og einfaldaði svo til varð Íslam. Útskýrir hvers vegna þessi trúarbrögð eru svona svipuð.
Einn reginmisskilningur hjá þér samt; Kristni er líka komin af öðrum trúarbrögðum. Langflestar sögur um Jesú finnast í eldri trúarbrögðum t.d. hjá Egyptum. Auk þess finnst þessi samsetning “fæddur 25. desember, drepinn, reis upp frá dauðum eftir þrjá daga” oft.
bíblían en kominn frá fólkinu sjálfu. Skrifuð af pólitíkusum reyndar.
Nei nei, kallinn. Það er upphaflega Biblían sem er ekki lengur til. Rómverskir biskupar endurskrifuðu Biblíuna að stórum hluta um 300 e.Kr. Þeir breyttu sumu, tóku annað út sem þeim líkaði ekki, og bættu við þar sem hentaði. Biblían sem þú hélst að þú værir að meina, er bók Frumkristinna. Þ.e. áður en Rómverjar gerðu Kristni að ríkistrú.
boðorðin 10 eru komin frá fólkinu sjálfu. byggð á nánast meðfæddri samvisku allra manna.
og það er fólkið sjálft, að hverju sinni sem það ákveður hvernig það ætlar að haga sér.
Koma frá frumkristni, og útskýra hvers vegna kristni breyddist svona hratt út. Það er vegna þess að hún hentaði öllum, sérstaklega lágu stéttunum.
byggð á nánast meðfæddri samvisku allra manna.
Samviska er ekki meðfædd. Ef þú ert í raun 28 ára þarftu að taka þig á, nema að þú hafir skrifað þetta án þess að hugsa.
Tökum dæmi svo þetta sé á hreinu:
Þér finnst ljótt að pynda dýr er það ekki? Segjum þá að tveir bræður fæðist og annar sé sendur til ættflokks í Afríku en hinn til Sviss. Í sviss verður hann kaþólskur, menntar sig og mikilvægast af öllu; hann lærir að hann á að elska alla. Að vera góður við náungann og allar lifandi verur.
Bróðirinn sem var sendur til Afríku elst upp hjá ættflokki þar sem fólkið pyndar dýr daglega, því það telur það góða skemmtun. Barnið elst upp við þetta og þykir ekkert í heiminum eðlilegra.
Sérðu muninn á þeim? Einn pyndar dýr daglega en annar er prúður og góður.
SAMÉLAGIÐ MÓTAR EINSTAKLINGINN. Þetta var ég viss um að allir væru með á hreinu.
- Jesús er kallaður “Jesús frá Nazaret”. Sagnfræðiheimildir sýna að borgin Nazaret var ekki til fyrr en á 4. öld e.kr. um það leyti þegar biskuparnir voru að breyta Biblíunni.
Á tungumálinu Aramísku, þýðir Nazareth “hinn virti”. Biskuparnir sáu greinilega “Jesús Nazareth” en skildu ekki aramísku og túlkuðu þetta sem “Jesús frá Nazaret”.
- Í upphafi var orðið og orðið var Guð. Engin hefur hugmynd hvað þetta þýðir. En þetta er í raun önnur mistúlkun. Orðið “Logos” þýðir lögmál og kirkjan einfaldlega misþýddi þennan frasa sem nú er heimsfrægur.
Smá skondnir punktar.
Kristni hefur staðið fyri gífurlegum þjáningum, kúgun og manndrápum. Meiri en þú getur ímyndað þér. T.d. Krossferðirnar. Kaþólska kirkjan kúgaði Evrópu í margar aldir, og allt sem hún þurfti að gera til að stöðva uppreisnir var að sannfæra fólk um að þetta væri Guðs vilji.
fólk drepur fólk. ekki trú eða Guð.
Satt. En fólk notar trúna til að réttlæta drápin.