Vinur minn heldur því fram í gríð erg að leikir séu íþróttir og sér til stuðnings nefnir hann fallin spýta og fleira. Hvernig er hægt að halda því fram að hlaupa sveittur um nágrennið sé íþrótt? Þetta er bara rökleysa!
Bætt við 19. apríl 2009 - 13:30
Málið er að það að segja að “tölvuleikir eru ekki íþróttir” er eins og að segja að “leikir eru ekki íþróttir”. Orðið tölvuleikur er allt of breitt hugtak til þess að það sé hægt að skilgreina það sem íþrótt eða ekki íþrótt.
Við ræðum um einstaka tölvuleiki um hvort þeir séu íþrótt. Er Starcraft íþrótt? Svarið er já, Starcraft er íþrótt í Kóreu. Við ræðum hvern leik fyrir sig hvort þeir séu íþrótt, ekki bara hvort “tölvuleikir” séu íþróttir. Það er eins og að tala um hvort “leikir” (ekki í tölvu) séu íþróttir.
En ein spurning til þeirra sem halda því fram að skák sé íþrótt en tölvuleikir geti ekki verið íþrótt. Hvað með skák tölvuleiki? Eru þeir ekki íþrótt? Svaraðu nú einu í viðbót. Ef skák hefði ekki verið fundin upp fyrr en eftir að tölvur voru fundnar upp, og skák væri sem sagt tölvuleikur, væri hann þá ekki íþrótt, jafnvel þótt leikurinn væri alveg eins? Er sem sagt alveg ómögulegt fyrir eitthvað tölvukennt að teljast íþrótt, eingöngu vegna þess að það er í tölvu?