Smá ókeypis auglýsing fyrir okkar ástkæra Sjálfstæðisflokk.
Þetta fékk ég sent í pósti þar sem ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera 18 ára gamall:
“Til hamingju með kosningaréttinn!”
<smá texti til að fræða mig um áherslur ungra sjálfstæðismanna, svo almennt og ómarkvisst að það er ekki hægt annað en að vera sammála. Vá, þessir gaurar meika sense>
Hérna kemur hins vegar það sem gulltryggir alveg mitt atkvæði:
“Meðal þeirra mála sem eiga uppruna sinn í frelsisbaráttu ungra sjálfstæðismanna eru:
….Frjálst hitt og þetta, æði æði….
Sala bjórs. Fyrir 20 árum var bannað að selja bjór á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna var meðal hörðustu andstæðinga bjórsölu.
….Frjálst hitt og þetta, meira æði….
….Frjálst hitt og þetta, enn meira æði….”
Vá, flott hjá ykkur. Þvílíkt tímamótaafrek, að færa mér og landsmönnum öllum bjórinn, hvernig get ég annað en kosið ykkur? Svo má ekki gleyma holdgervingi illskunnar, hann sem má ekki nefna, að hann skuli dirfast að mótmæla þessum guðsgefna rétti okkar að drekka bjór.
En hey… lesum titilinn aðeins aftur.
“Til hamingju með kosningaréttinn!” Hvað þarf maður aftur að vera gamall til að versla áfengi?
Vægast sagt frábær auglýsing, fær mig nánast til að óska þess að ég drykki ekki svo ég gæti verið fullur heilagri reiði 4realz.
Það vildi einnig svo skemmtilega til að ég var svona í framan eftir að hafa lesið hana -> XD
Bætt við 16. apríl 2009 - 00:01
Also, way 2 promote-a eitthvað sem gerðist fyrir 20 árum.
Sorrí, fannst þetta bara lulz :