æj, það fer bara svo eitthvað í taugarnar á mér þegar vinir manns eru gersamlega áhugalausir þegar maður er að tala við þá….svo reynir maður eitthvað að halda uppi samræðum en það er virkilega dautt því maður hálfsmitast af hinum aðilanum.
getur náttúrulega komið af og til fyrir en hrikalega pirrandi þegar þetta ágerist, og það þegar manneskjan er alveg mjög góður vinur manns. eða er þetta kannski svona “taktu hinti og hættu að tala” dæmi? maður getur nú farið útí hrikalega leiðinleg umræðuefni þegar manni leiðist og vantar samræður.