Fyrir ykkur fólk sem spilar tetris! hefur eitthverntíman komið fyrir ykkur að þið hafið spilað svo mikið tetris að alltaf þegar þið lokið augunum sjáiði tetris? kom nefnilega fyrir mig í gær það var skrítið.. og gaman :D
tja… mig dreymdi einu sinni að ég væri í svona Guantanamo style fanga búðum í Svíþjóð (sem ísland var í stríði við) og fangaverðirnir létu okkur vera svona human tetris og héldu keppnir og allt. Mig dreymir undarlega drauma.
Hahaha, yep, er farinn að hugsa upp heila tetris leiki í huganum (og þegar ég áttaði mig á því að ég gaf mér alltaf kubbinn sem ég þurfti fór heilinn í mér að lauma inn óheppilegri kubbum)
Ég upplifi samt ekki það að ég sjái tetris kubba og raðanir í umhverfi mínu, skil það ekki alveg
Ég er einmitt búinn að vera með þetta síðustu daga. Var t.d. að horfa á bíómynd og sá allt í einu kubba detta niður á axlirnar á fólkinu eða á textann og svoleiðis, svo ég fór bara upp úr þurru að spila tetris með umhverfinu í bíómyndinni :S. Fucked up sko.
Fæ líka svipað dæmi þegar ég er búinn að spila guitar hero lengi. Sé þessa hringi fljúga að manni á milljón og reyni svo eftir bestu getu að ímynda mig slá réttu nóturnar :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..