Ég var að pæla í að splæsa mér í eitt stykki utan á liggjandi harðan disk(flakkara) og væri til í að sjá ykkar tillögur.
Verðið skiptir engu máli . Einu skilyrði sem ég set er að að hann má ekki vera minni en 320Gb og helst ekkert stærri en 750Gb/1Tb því ég þarf ekkert það stórt. Það sem væri mikill bónus er að ef hann væri lítill og fyrirfeðarlítill.
Ég veit að það er til ógrynni af þessu drasli og ég get vel leitað sjálfur en ég væri til í að sjá hvað ykkur finnst gott og fá þá sem eiga svona að pósta hvað þeim finnst þess virði að kaupa.
Ég var búinn að senda þennan þráð á /tölvur og tækni en fékk lítil viðbrögð: http://www.hugi.is/taekni/threads.php?page=view&contentId=6593984#item6594498
Mér fannst viðeigandi að setja þetta hérna inn því margir eiga flakkara og núna bið ég ykkur um að láta gamminn geisa.
^_^