Sama hér, ekki fara of hægt, færð villur fyrir það líka. Mundu líka að kíkja til hægri og helst snúa hálsinum alveg svo hann sjái að þú kíkir þegar það er forgangur fyrir hægri umferð. Ég leit (sver það) og þó það var enginn bíll fékk ég villu fyrir að kíkja ekki.
Mátt fá 10 villur held ég. Ég fekk 8, fyrir að keyra of hægt, of hratt, líta of vel í kringum mig áður en ég fór í hringtorg, keyra of hægt frá frárein, gleyma stefnuljósi og líta ekki nógu vel í kringum mig. Fékk einhverja fasista belju.
Sömuleiðis við stoppskilti og þú telst ekki stopp fyrr en hjólin hætta að snúast algjörlega (oftast kemur smá “tilkast” eftir hversu harkalega er bremsað).
Mínar villur í umferðinni voru að skipta niður í fyrsta gír áður en ég kom að rauðu ljósi í staðinn fyrir að renna í öðrum gír to a gentle stop og svo gleymdi ég stefnuljósi einhversstaðar.
Þegar ég var svo að leggja hjá Frumherja gaf ég stefnuljós inná planið en gleymdi öllum stefnuljósum inná planinu og fékk því 3 villur til viðbótar bara alveg í blálokin, þó þær væru bara 5 samtals. Svo já, allsekki gleyma stefnuljósum á planinu hjá Frumherja (ef þú verður þar).
Jú, mig minnir það. Eitt stefnuljós til að beygja inná planið (sem ég gaf), annað til að beygja til hægri þarsem ekki er einstefna, annað til að beygja aftur til hægri og svo að lokum þriðja til hægri til að leggja í stæði (man reyndar ekki hvort lagt er vinstra megin í prófunum). Svo já, ég hef fengið mínus fyrir að gefa ekki stefnuljós inní stæði svo það hlýtur víst að vera þannig.
Ég var í mínu verklega prófi áðan. Fékk 7 villur allt í allt, dómarinn gaf mér 5 villur fyrir að halda vitlaust um stýrið, og 1 fyrir að vera með fótinn of mikið yfir kúplinguni O.O Hélt samt í stýrið með báðum höndum mestallan tímann, sagði eitthvað um að ég hafi haldið of laust held ég.
Bætt við 2. apríl 2009 - 15:05 Svo ég mæli með því að þú haldir fast í stýrið og rétt :]
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'
Mundu að ef það er bíll fyrir framan þig sem stoppar við stopp skilti, þá þarft þú líka að stoppa þegar hann er farinn, við línuna. Gefðu stefnumerki, haltu þér á hægri akrein nema þú sért að fara að beygja til vinstri. Passaðu þig á að muna eftir hægri rétt. Líka mjög gott að aka sirka 5 - 10 km undir hámarkshraða, fer eftir hver hámarkshraðinn er. Ef þú ert á 80 mæli ég með að keyra á 70 - 75, 40 á 50 götu, 20 - 25 á 30 götu. Þá ferðu pottþétt ekki yfir hámarkshraða.
Ekki fara yfir á gulu og stoppaðu alltaf við stoppskilti og líta í kringum þig. Ef þú ert ekki viss um að bíll sé of nálægt þá ekki beygja inn á akreinina, ég féll á þessu þó svo það var alveg nóg pláss.
Fékk einnig mínus fyrir að vera á miðju akreininni á 72-75 en ekki á 80 í Ártúnsbrekkunni svo vertu alltaf á hægri akrein og hugsaðu veeeel um hraðann.
Stoppaðu fyrir gangandi vegfarendum, þ.e.a.s. ef þú færð tækifæri til þess. Svo bara passa að líta alltaf vel í kringum sig, þeir fylgjast vel með því hjá manni. Og auðvitað passa allar umferðarreglur, sérstaklega ef þú ferð einhvers staðar þar sem hægri rétturinn gildir. En gangi þér vel =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..