Mér tókst einu sinni fyrir nokkrum árum þegar ég var ennþá í grunnskóla að plata bróður minn og pabba minn, bý nefninlega um 600 km frá þeim og ég laug að þeim að ég væri að koma í heimsókn og væri á flugvellinum á akureyri og þeir gjörsamlega trúðu því, svo seinna um daginn þegar ég var í hádegismat í skólanum mínum í mötuneytinu þá hringdi ég aftur og nýtti mér hávaðann í matsalnum og sagðist vera millilent í reykjavík, þeir trúðu því gjörsamlega líka, og svo spurði ég pabba minn hvort hann eða bróðir minn ætluðu að ná í mig og það var bróðir minn sem fór, svo aðeins seinna þegar ég var komin upp í stofu en tíminn ekki byrjaður þá hringir síminn og það er bróðir minn að láta mig vita að hann væri að verða kominn á flugvöllinn, og ef ég man rétt þá var hann sérstaklega vakinn til að fara ná í mig, minnir að hann hafði átt frí dag eða eitthvað, en svo sagði ég við hann í gegnum símann: “*Ehemm*…1. apríl” og það varð þögn í símanum og svo heyrðist: “…<insert nafnið mitt hér plx>…ég hata þig…” Teehee hann varð ekki sáttur :