Sigur Rós lagið drap stemninguna fannst mér. Það er ekkert hægt að berjast gegn þessu, spillingin og heilaþvotturinn (áhugaleysið) er alltof mikill. Ef einhver talar þá er hann negldur niður sem samsæringarmaður, anti-semitic, anti-american og fleira. Eina sem þú getur gert er að slappa af og njóta lífsins eins og þú getur, enda búum við ekki í BNA.
Hver vill fórna lífinu sínu í að berjast bardaga sem er óvinnandi? Sá sem stjórnar fjölmiðlum vinnur alltaf. Það er ekki litli maðurinn sem gerir það :)
Það er þeirra réttur að fokka upp sínu kerfi eins mikið og þeir vilja. Þótt fólk sé tregt til að skilja það þá er það samt sem áður þannig að það er hægt að kjósa einræði og þá á það alveg jafn mikinn rétt á sér og er í rauninni alveg jafn lýðræðislegt og lýðræði.
Ég veit að þeir eru ekki með einræði. Þetta var dæmi. Var bara að reyna að benda á það að þeir hafa fullann rétt til þess að leyfa sínum kosnu fulltrúum að minnka réttindi sín ef þeir vilja. Og ég sé ekki hvernig það að þeir kjósi að minnka sín réttindi í sínu eigin landi hefur áhrif á restina af okkur…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..